Þuríður Elíasdóttir yngri (Berjanesi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þuríður Elíasdóttir Mountain.

Þuríður Elíasdóttir yngri í Berjanesi, (Dúa), síðar húsfreyja á Englandi fæddist 5. mars 1919 á Fossi í Mýrdal og lést 20. nóvember 2002.
Foreldrar hennar voru Elías Einarsson bóndi, f. 9. júní 1893, d. 23. janúar 1922 og kona hans Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja, síðar bústýra á Hamri við Skólaveg 33, f. 1. apríl 1893, d. 26. júní 1972.

Börn Elíasar og Sigríðar:
1. Vigfús Ragnar Elíasson bifreiðastjóri, f. 15. september 1917, d. 30. október 2010. Kona hans Árdís Olga Steingrímsdóttir, látin.
2. Þuríður Elíasdóttir húsfreyja á Englandi, f. 5. mars 1919, d. 20. nóvember 2002. Maður hennar Reymond Mountain.
3. Einar Elíasson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. nóvember 1921, d. 7. ágúst 2006. Fyrsta kona hans Hulda Gígja Geirsdóttir. Önnur kona hans Elín Teitsdóttir. Síðasta kona hans Þórdís Árnadóttir.
Barn Sigríðar og Júlíusar Bernburgs:
4. Elías Júlíusson framreiðslumaður, þjónn, f. 2. maí 1930, d. 20. ágúst 2007. Fyrrum kona hans Bjarney Runólfsdóttir.

Þuríður var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á þriðja ári sínu.
Hún fluttist til Eyja 1922 með föðurforeldrum sínum, Einari Einarssyni og Þuríði Elíasdóttur. Þau bjuggu í Berjanesi við Faxastíg 20 hjá Jóni Einarssyni syni sínum og konu hans Ólöfu Friðfinnsdóttur.
Þau Einar og Þuríður fluttu með Þuríði yngri til Reykjavíkur 1933 og dvöldu hjá dóttur sinni Höllu Einarsdóttur.
Þuríður lauk námi í Verslunarskólanum.
Hún vann nokkur ár í Laugavegsapóteki.
Eftir að börnin komust upp vann Þuríður í verslun í London í nokkur ár og flutti til Edinborgar í Skotlandi 1984 til nærveru við dætur sínar þar.
Þau Raymond Mountain giftu sig, eignuðust fjögur börn, fluttu til Englands 1944, en skildu.
Þuríður lést 2002.

I. Maður Þuríðar var Raymond Mountain lögfræðingur, yfirforingi í breska hernum á Íslandi, f. 1915, látinn.
Börn þeirra:
1. Robert Mountain, f. 18. apríl 1944.
2. Þórey Erla Mountain, f. 5. febrúar 1946.
3. Linda Alison, f. 25. ágúst 1950, d. 1998.
4. Karen Mountain, f. 3. júní 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.