Elías Júlíusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elías Júlíusson.

Elías Júlíusson frá Breiðabólstað á Síðu, V.-Skaft., þjónn í Reykjavík fæddist 2. maí 1930 á Breiðabólstað og lést 20. ágúst 2007.
Foreldrar hans voru Júlíus Bernburg bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 14. maí 1908, d. 12. júní 2005 og barnsmóðir hans Sigríður Vigfúsdóttir, þá vinnukona á Breiðabólstað, síðar bústýra á Hamri við Skólaveg 33, f. 1. apríl 1893 í Heiðarseli á Síðu, V.Skaft., d. 26. júní 1972.

Börn Sigríðar og Elíasar Einarssonar:
1. Vigfús Ragnar Elíasson bifreiðastjóri, f. 15. september 1917, d. 30. október 2010. Kona hans Árdís Olga Steingrímsdóttir, látin.
2. Þuríður Elíasdóttir húsfreyja á Englandi, f. 5. mars 1919, d. 20. nóvember 2002. Maður hennar Reymond Mountain.
3. Einar Elíasson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. nóvember 1921, d. 7. ágúst 2006. Fyrsta kona hans Hulda Gígja Geirsdóttir. Önnur kona hans Elín Teitsdóttir. Síðasta kona hans Þórdís Árnadóttir.
Barn Sigríðar og Júlíusar Bernburg:
4. Elías Júlíusson framreiðslumaður, þjónn, f. 2. maí 1930, d. 20. ágúst 2007. Fyrrum kona hans Bjarney Runólfsdóttir.

Elías var með móður sinni, fluttist með henni til Eyja 1940 og til Reykjavíkur 1941.
Hann lauk prófi í framreiðslu mats á Hótel Borg 1949, var þjónn á Gullfossi, skipi Eimskipafélagsins til 1954, vann í Þjóðleikhúskjallaranum til ársins 1968, á Hótel Loftleiðum til ársins 1973 og Hótel Holti til 1995, en þá lét hann af störfum.
Þau Bjarney giftu sig 1972, eignuðust eitt barn, en skildu.
Elías lést 2007.

I. Kona Elíasar, (1972), var Bjarney Þuríður Runólfsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1951. Foreldrar hennar voru Runólfur Jónsson starfsmaður Landsímans, f. 13. mars 1913 á Á á Síðu, V.-Skaft., d. 22. desember 1999, og Arnþóra Sigfúsdóttir, f. 25. ágúst 1906 á Reykjum í Reykjahverfi, S.-Þing., d. 5. október 1995.
Barn þeirra:
1. Sigríður Drífa Elíasdóttir lögreglumaður, f. 13. ágúst 1972. Barnsfeður hennar Óli Valur Steindórsson og Atli Vilberg Vilhelmsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.