Ragnar Elíasson (bifreiðastjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Vigfús Ragnar Elíasson.

Vigfús Ragnar Elíasson frá Fossi í Mýrdal, bifreiðastjóri fæddist þar 15. september 1917 og lést 30. október 2010 í Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Foreldrar hans voru Elías Einarsson bóndi, f. 9. júní 1893, d. 23. janúar 1922 og kona hans Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja, síðar bústýra á Hamri við Skólaveg 33, f. 1. apríl 1893, d. 26. júní 1972.

Börn Elíasar og Sigríðar:
1. Vigfús Ragnar Elíasson bifreiðastjóri, f. 15. september 1917, d. 30. október 2010. Kona hans Árdís Olga Steingrímsdóttir.
2. Þuríður Elíasdóttir húsfreyja á Englandi, f. 5. mars 1919, d. 20. nóvember 2002. Maður hennar Reymond Mountain.
3. Einar Elíasson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. nóvember 1921, d. 7. ágúst 2006. Fyrsta kona hans Hulda Gígja Geirsdóttir. Önnur kona hans Elín Teitsdóttir og síðasta kona hans Þórdís Árnadóttir.
Hálfbróðir þeirra, af sömu móður var
4. Elías Júlíusson þjónn, f. 2. maí 1930, d. 20. ágúst 2007. Faðir hans var Júlíus Bernburg, f. 14. maí 1908, d. 12. júní 2005.

Ragnar var skamma stund með foreldrum sínum, því að faðir hans lést, er Ragnar var á fimmta árinu. Hann var með móður sinni í Vík 1922-1923, hjá hjónunum í Berjanesi 1923-1925, fór þá í fóstur að Hörglandskoti til hjónanna Steingríms Steingrímssonar og Margrétar Unadóttur. Þar var hann tökubarn til 1931, var unglingur þar 1932-1933.
Ragnar fór til Eyja 1933, bjó í Berjanesi. Hann varð bifreiðastjóri þar . Hann fór til Reykjavíkur 1941 og var þar bifreiðastjóri, nokkur ár hjá Bifreiðastöð Íslands en síðar starfaði hann hjá Skeljungi við akstur og fleira frá 1945-1990.
Þau Olga giftu sig 1945, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu fyrst á Lokastíg og Bragagötu, en síðar byggðu þau hús að Njörvasundi 20 og síðar á Langholtsvegi. Síðustu árin bjuggu þau á Árskógum 8. Olga lést í apríl og Ragnar október 2010.

I. Kona Vigfúsar Ragnars, (1945), var Árdís Olga Steingrímsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1922, d. 15. apríl 2010. Foreldrar hennar voru Steingrímur Árni Björn Davíðsson skólastjóri, vegaverkstjóri á Blönduósi, f. 17. nóvember 1891, d. 9. október 1981, og kona hans Helga Dýrleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1895, d. 7. júní 1995.
Börn þeirra:
1. Helga Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1945. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
2. Elísa Sigrún Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1962. Maður hennar Friðrik Guðnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.