Margrét Sigbjörnsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Margrét Sigbjörnsdóttir.

Margrét Sigbjörnsdóttir húsfreyja fæddist 26. mars 1936 í Dölum, skírð á Hafranesi við Reyðarfjörð 11. júlí 1937, og lést 25. desember 12017.
Foreldrar hennar voru Sigbjörn Guðjónsson vinnumaður, bóndi, póstur, f. 14. júní 1918, d. 22. október 1947, og kona hans Kristín Jónsdóttir vinnukona, húsfreyja, f. 14. júlí 1913, d. 9. apríl 1994.

Börn Kristínar og Sigbjörns:
1. Margrét Sigbjörnsdóttir, f. 26. mars 1936, d. 25. desember 2017. Barnsfaðir hennar Sigurdór Sigurdórsson. Maður hennar Guðmundur Óli Ólafsson.
2. Bjarnveig Sigbjörnsdóttir, f. 21. apríl 1042, d. 19. mars 1990. Maður hennar Einar Brynjólfsson.
3. Magnús Jón Sigbjörnsson, f. 27. maí 1944. Kona hans Þóra Gréta Pálsdóttir.
4. Guðleif Sigbjörnsdóttir, f. 2. janúar 1947. Fyrri maður hennar Steinþór Þórormsson. Maður hennar Jón Már Smith.

Margrét var með foreldrum sínum í Eyjum og á Hafranesi og Vattarnesi við Reyðarfjörð, en faðir hennar lést, er hún var á tólfta árinu. Hún var með móður sinni til sextán ára aldurs, en flutti þá til Reykjavíkur.
Hún stundaði ýmis störf, var vinnukona, var við fiskvinnslu og í verslun og efnalaug.
Margrét eignaðist barn með Sigurdóri 1956, en missti það á fyrsta ári þess.
Þau Guðmundur Óli giftu sig 1960, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hlíðunum í Reykjavík, síðan í Víðihvammi, á Mávahrauni og Lækjargötu í Hafnarfirði.
Guðmundur Óli lést 2013.
Margrét dvaldi síðast á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Hún lést 2017.

I. Barnsfaðir Margrétar var Sigurdór Sigurdórsson prentari, blaðamaður, fararstjóri, f. 24. nóvember 1938, d. 26. desember 2021.
Barn þeirra:
1. Sigbjörn Sigurdórsson, f. 29. september 1956, d. 5. febrúar 1957.

II. Maður Margrétar, (16. júlí 1960), var Guðmundur Óli Ólafsson flugumferðarstjóri, f. 1. apríl 1935, d. 8. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson sjómaður, verkamaður, múrari, f. 24. ágúst 1891, d. 7. maí 1973, og kona hans Ólafía Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1888, d. 26. febrúar 1974.
Börn þeirra:
2. Sigurður Óli Guðmundsson orkutæknifræðingur, f. 1. janúar 1960. Kona hans Hrönn Gísladóttir.
3. Kristbjörn Óli Guðmundsson rafvirkjameistari, f. 15. febrúar 1961. Kona hans Hildur Valsdóttir.
4. Ólafía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, f. 8. september 1962. Maður hennar Davíð Hermannsson.
5. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1969. Sambúðarmaður Benedikt Gústavsson.
6. Hafdís Dögg Guðmundsdóttir lýðheilsufræðingur, f. 14. mars 1976. Maður hennar Arnar Bjjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.