Sigurbjartur Kjartansson (Brekastíg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjartur Kjartansson.

Sigurbjartur Kjartansson rafvélavirki í Reykjavík fæddist þar 22. apríl 1945.
Foreldrar hans voru Kjartan Runólfur Gíslason frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, Rang., fisksali, f. 21. júlí 1916, d. 1. apríl 1995, og kona hans Þórleif Guðjónsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.

Börn Þórleifar og Kjartans:
1. Guðrún Kjartansdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 6. desember 1941 í Reykjavík, d. 8. september 1993. Maður hennar var Ársæll Ársælsson, látinn
2. Sigurbjartur Kjartansson rafvélavirki, f. 22. apríl 1945 í Reykjavík. Kona hans Arndís Gísladóttir.
3. Eygló Kjartansdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1946 í Brautarholti. Barnsfaðir hennar Jón Sighvatsson. Barnsfaðir hennar Páll Pálmason. Fyrrum maður hennar Þorsteinn Ólafur Markússon.
4. Laufey Jóna Kjartansdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1948 á Brekastíg 37. Maður hennar Ingvi Rafn Sigurðsson.
5. Ásta Kjartansdóttir, f. 19. febrúar 1950 á Brekastíg 37. Maður hennar Haukur Sigurðsson, látinn.
6. Erla Kjartansdóttir húsfreyja, f. 11. september 1957 á Brekastíg 37. Maður hennar Óskar Guðvin Björnsson.
7. Sigurborg Kjartansdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1962 á Sj.húsinu. Maður hennar Pétur Hafsteinn Birgisson.
8. Guðjón Kjartansson, f. 27. ágúst 1964. Kona hans Brynhildur Jónsdóttir.

Sigurbjartur lærði rafvélavirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, og í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1971. Meistari var Árni Sighvatsson.
Sigurbjartur vann við sjómennsku og fiskiðnað, síðan við rafvirkjun, síðast hjá Frumherja.
Þau Arndís giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Lindarsel í Reykjavík

I. Kona Sigurbjarts, (14. ágúst 1971), er Arndís Gísladóttir húsfreyja, f. 13. september 1946 í New York. Foreldrar hennar Gísli Ólafsson læknir, f. 20. júlí 1918 í Reykjavík, d. 17. mars 1984, og kona hans Erla Haraldsdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1919 í Reykjavík, d. 1. júlí 1999.
Börn þeirra:
1. Erla Sigurbjartsdóttir íþróttakennari, heimilisfræðikennari, f. 25. júní 1972. Sambúðarmaður hennar Hreinn Rósmann Guðmundsson.
2. Kjartan Sigurbjartsson húsasmiður, byggingafræðingur, f. 19. febrúar 1975. Kona hans Nanna Dísa Sveinsdóttir.
3. Hildur Rut Sigurbjartsdóttir talmeinafræðingur, f. 1. október 1980. Sambúðarmaður hennar Jóhannes Hauksson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Arndís.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.