Ásta Kjartansdóttir (Brekastíg)
Ásta Kjartansdóttir húsfreyja, ritari fæddist 19. febrúar 1950 að Brekastíg 37.
Foreldrar hennar voru Kjartan Runólfur Gíslason vélstjóri, fisksali, f. 21. júlí 1916, d. 1. apríl 1995, og kona hans Þórelfur Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
Börn Þórelfar og Kjartans:
1. Guðrún Kjartansdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1941 í Reykjavík, d. 8. september 1993. Maður hennar var Ársæll Ársælsson, látinn
2. Sigurbjartur Kjartansson rafvélavirki, f. 22. apríl 1945 í Reykjavík. Kona hans Arndís Gísladóttir.
3. Eygló Kjartansdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1946 í Brautarholti. Barnsfaðir hennar Páll Pálmason. Barnsfaðir hennar Jón Sighvatsson. Fyrrum maður hennar Þorsteinn Ólafur Markússon.
4. Laufey Jóna Kjartansdóttir húsfreyja, ritari á Borgarspítala, f. 13. mars 1948. Maður hennar Ingvi Rafn Sigurðsson.
5. Ásta Kjartansdóttir, f. 19. febrúar 1950 á Brekastíg 37. Maður hennar Haukur Sigurðsson, látinn.
6. Erla Kjartansdóttir húsfreyja, kennari, f. 11. september 1957 á Brekastíg 37. Maður hennar Óskar Guðvin Björnsson.
7. Sigurborg Kjartansdóttir húsfreyja, sérkennari, f. 10. maí 1962. Maður hennar Pétur Hafsteinn Birgisson.
8. Guðjón Kjartansson símvirki, f. 27. ágúst 1964. Kona hans Brynhildur Jónsdóttir.
Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1966, lauk heilbrigðisritaranámi 2008.
Ásta vann ritarastörf á Borgarspítalanum.
Þau Haukur giftu sig 1972, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast að Hafnarbraut 9 í Kópavogi.
Haukur lést 2021.
I. Fyrri maður Ástu er Jón Ingi Guðjónsson Björnssonar, f. 5. febrúar 1946. Þau skildu.
II. Maður Ástu, (29. júlí 1972), var Haukur Sigurðsson viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, bæjarritari, sveitastjóri, forstöðumaður, fjármálastjóri, framkvæmdastjóri, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, f. 23. október 1947 í Reykjavík, d. 28. ágúst 2021 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Sigurður Tryggvason, f. 18. janúar 1916 í Keldunesi í Kelduhverfi, S.-Þing., d. 7. júní 1997 og kona hans Inga Hanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1923 í Reykjarfirði í N.-Ís., d. 3. september 2005.
Börn þeirra:
1. Guðrún Gyða Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 16. október 1968. Maður hennar Njáll Trausti Friðbertsson.
2. Sigurður Ingi Hauksson rafeindavirki, vinnur hjá Neyðarlínunni, f. 30. apríl 1972. Kona hans Sigrún Eyþórsdóttir.
3. Þórleif Kristín Hauksdóttir húsfreyja, með háskólapróf í listasögu, vinnur á skrifstofu KPMG, f. 21. apríl 1977. Maður hennar Árni Geir Ómarsson.
4. Kjartan Ingi Hauksson slökkviliðsmaður í Bretlandi, f. 22. mars 1984. Kona hans Eva Rún Boorman Colmsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ásta.
- Prestþjónustubækur.
- Morgunblaðið 8. september 2021. Minning Hauks.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.