Laufey Jóna Kjartansdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Laufey Jóna Kjartansdóttir húsfreyja fæddist 13. mars 1948 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Kjartan Runólfur Gíslason vélstjóri, fisksali, verslunarmaður, f. 21. júlí 1916, d. 1. apríl 1995, og kona hans Þórleif Guðjónsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.

Börn Þórleifar og Kjartans:
1. Guðrún Kjartansdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 6. desember 1941 í Reykjavík, d. 8. september 1993. Maður hennar var Ársæll Ársælsson, látinn
2. Sigurbjartur Kjartansson rafvélavirki, f. 22. apríl 1945 í Reykjavík. Kona hans Arndís Gísladóttir.
3. Eygló Kjartansdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1946 í Brautarholti. Barnsfaðir hennar Jón Sighvatsson. Barnsfaðir hennar Páll Pálmason. Fyrrum maður hennar Þorsteinn Ólafur Markússon.
4. Laufey Jóna Kjartansdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1948 á Brekastíg 37. Maður hennar Ingvi Rafn Sigurðsson.
5. Ásta Kjartansdóttir, f. 19. febrúar 1950 á Brekastíg 37. Maður hennar Haukur Sigurðsson, látinn.
6. Erla Kjartansdóttir húsfreyja, f. 11. september 1957 á Brekastíg 37. Maður hennar Óskar Guðvin Björnsson.
7. Sigurborg Kjartansdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1962. Maður hennar Pétur Hafsteinn Birgisson.
8. Guðjón Kjartansson, f. 27. ágúst 1964. Kona hans Brynhildur Jónsdóttir.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1964, sat fjölda námskeiða á vegum BSRB vegna starfa sinna hjá sýslumönnum.
Laufey vann skrifstofustörf hjá sýslumanni í Eyjum og síðar á Selfossi.
Hún flutti til Reykjavíkur 1968, vann á lögmannsskrifstofu og á Raunvísindastofnun, flutti til Selfoss 1971.
Hún eignaðist barn með Alberti 1967 í Eyjum.
Þau Ingvi Rafn giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau búa á Selfossi.

I. Barnsfaðir Laufeyjar er Albert Sigurður Rútsson frá Siglufirði, f. 14. maí 1946.
Barn þeirra:
1. Katrín Þóra Albertsdóttir kaupmaður í Reykjavík, f. 10. mars 1967 í Eyjum. Maður hennar Baldur Guðjón Árnason.

ctr
Laufey Jóna Kjartansdóttir og fjölskylda.
Aftari röð frá vinstri: Eva Dögg, Þórhildur Dröfn. Fremri röð; Ingvi Rafn og Laufey Jóna.

II. Maður Laufeyjar, (22. janúar 1972 í Eyjum), er Ingvi Rafn Sigurðsson húsasmiður á Selfossi, f. 18. maí 1952. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson frá Núpi í Fljótshlíð, húsasmíðameistari, f. 26. maí 1930, og kona hans Ágústa Þórhildur Sigurðardóttir frá Pálsbæ á Stokkseyri, húsfreyja, f. 8. ágúst 1930, d. 29. apríl 2011.
Börn þeirra:
2. Þórhildur Dröfn Ingvadóttir dagmóðir á Selfossi, f. þar 12. maí 1973. Maður hennar Óskar Arelíusson.
3. Eva Dögg Ingvadóttir sjúkraliði, vinnur á tannlæknastofu í Kópavogi, f. 30. desember 1974 á Selfossi. Maður hennar Steinar Sigmarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.