Elín J. Sigurðardóttir (Bergstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elín Jóhanna Sigurðardóttir húsfreyja á Bergstöðum fæddist 5. júní 1891 á Seyðisfirði eystra og lést 10. október 1978.
Foreldrar hennar voru Sigurður Eiríksson frá Hofi í Mjóafirði, sjómaður, bóndi í Berlín á Seyðisfirði, f. 29. september 1851, d. 6. mars 1937 og kona hans Steinunn Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1850, d. 26. júlí 1898.

Elín var fósturbarn á Fremstabæ í Seyðisfirði 1901 og 1910.
Hún var gestur í Hlíðarhúsi í Eyjum 1920.
Þau Guðmundur giftu sig 1922, bjuggu í Tungu við Heimagötu, í Landlyst 1930, á Þingvöllum 1937, á Sólbergi við Brekastíg 3 1940, Bergstöðum 1945 og síðar.
Guðmundur lést 1967. Elín bjó þar enn, þegar gaus 1973.
Hún lést 1978.

I. Maður Elínar, (27. janúar 1922), var Guðmundur Tómasson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. júní 1886 í Gerðum í Landeyjum, d. 12. október 1967.
Börn þeirra voru:
1. Óskar Jóhann Guðmundsson sjómaður, vélstjóri í Reykjavík, f. 15. janúar 1924 á Reyni, d. 24. mars 1995.
2. Tómas Þórhallur Guðmundsson rafvirkjameistari í Ólafsvík, f. 9. júní 1926 á Þorvaldseyri, d. 21. janúar 2004.
3. Guðjón Ólafur Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður í Eyjum, f. 1. nóvember 1927 í Landlyst, d. 24. desember 1975.
4. Hjördís Kristín Guðmundsdóttir talsímakona, fulltrúi, f. 30. júní 1931 í Landlyst.
5. Sigurður Guðmundsson, f. 5. október 1932 í Landlyst, d. 21. júlí 1937 á Þingvöllum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.