Óli Þór Ólafsson (Nýhöfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óli Þór Ólafsson frá Nýhöfn við Skólaveg 23, skipa- og húsasmiður fæddist 30. mars 1942 og lést 2. júní 1997.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson verkamaður, skipasmiður, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum, d. 12. júlí 1998, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 18. september 1913 í Ey í V.-Landeyjum, d. 27. janúar 1969.

Börn Sigríðar og Ólafs:
2. Sigríður Ólafsdóttir skrifstofumaður, f. 29. nóvember 1935 í Haga við Heimagötu 11, d. 27. júlí 1968.
3. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 29. júlí 1939 á Þórshamri við Vestmannabraut 28.
4. Óli Þór Ólafsson skipasmíðameistari, húsasmiður, síðar á Selfossi, f. 30. mars 1942 í Nýhöfn, d. 2. júní 1997.

Óli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959, lærði skipasmíði og varð sveinn 6. júlí 1963 og öðlaðist meistararéttindi 1973. Hann lauk burfararprófi í húsasmíði í Iðnskólanum í Eyjum 1967.
Óli Þór lærði söng í nokkur ár.
Hann vann við skipasmíðar, en við húsasmíðar frá 1967.
Þau Ingunn Hofdís giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Bakkastíg 8 og við Urðaveg 46 við Gos 1973.
Þau fluttu til Selfoss og bjuggu þar síðan.
Óli Þór lést 1997 og Ingunn Hofdís 2022.

I. Kona Óla Þórs, (8. ágúst 1964), var Ingunn Hofdís Bjarnadóttir frá Blönduósi, húsfreyja, f. 29. júní 1944, d. 24. október 2022 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ólason, f. 15. ágúst 1967. Kona hans Eileen Rice Ólason.
2. Sigurður Árni Ólason, f. 10. júní 1974. Sambúðarkona hans Fanney Snorradóttir.
3. Gunnar Ólason, f. 27. maí 1976. Kona hans Rakel Fjeldsted Jóhannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.