Sigríður Ólafsdóttir (Nýhöfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Ólafsdóttir frá Nýhöfn.

Sigríður Ólafsdóttir frá Nýhöfn fæddist 29. nóvember 1935 og dó 27. júlí 1968.

Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson verkamaður, skipasmiður, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum, d. 12. júlí 1998, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 18. september 1913 í Ey í V.-Landeyjum, d. 27. janúar 1969.

Systkini Sigríðar voru:

1. Margrét Ólafsdóttir, f. 29. júlí 1939 á Vestmannabraut 28.

2. Óli Þór Ólafsson skipasmíðameistari, húsasmiður, síðar á Selfossi, f. 30. mars 1942 í Nýhöfn, d. 2. júní 1997.

Sigríður átti sammæðra bróður:

Sigurður Matthíasson, f. 2. febrúar 1932, d. 18. júlí 1934.