Þórlaug Bjarnadóttir (Bakka)
Þórlaug Bjarnadóttir frá Hraunkoti í Lóni, A.-Skaft., bústýra, húsfeyja fæddist þar 28. september 1906 og lést 22. mars 1960.
Foreldrar hennar vori Bjarni Þorsteinsson bóndi, f. 2. ágúst 1870, d. 14. desember 1937, og kona hans Sigríður Ragnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1869, d. 25. janúar 1934.
Þórlaug var með foreldrum sínum í Hraunkoti 1910 og 1920.
Hún flutti til Eyja frá Seyðisfirði 1930, var ráðskona hjá Ólafi Guðmundssyni á Bakka á Flötum 12 1930.
Þau Gústaf giftu sig 1934, bjuggu í Brautarholti á Höfn í Hornafirði.
I. Maður Þórlaugar, (3. mars 1934), var Gústaf Björgvin Gíslason verkamaður, bóndi í Papey án búsetu 1961-1969, f. 5. júlí 1904 í Papey, d. 10. febrúar 1993. Foreldrar hans Gísli Þorvarðarson, f. 3. október 1868, d. 12. október 1948, og Margrét Gunnarsdóttir, f. 29. janúar 1872, d. 16. apríl 1910.
Börn:
1. Þorvarður Gústafsson, f. 18. júní 1935, d. 28. október 2018.
2. Elín Sigríður Gústafsdóttir, f. 3. júní 1936, d. 2. mars 2006.
3. Sigrún Ragnhildur Gústafsdóttir, f. 14. janúar 1938, d. 28. febrúar 2004.
4. Margrét Gústafsdóttir, f. 17. október 1943.
5. Auður Gústafsdóttir, f. 14. nóvember 1946.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Sigurður Ragnarsson í Keflavík.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.