Dagbjört Jónsdóttir (Bakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Dagbjört Jónsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja á Bakka, Flötum 12 fæddist 25. júní 1895 og lést 20. ágúst 1934.
Foreldrar hennar voru Jón Loftsson bóndi í Saurbæ í Siglufirði, síðar í kaupstaðnum. f. 2. október 1867, drukknaði 18. febrúar 1898, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1864.

Dagbjört missti föður sinn, er húnvar á þriðja árinu.
Hún var vinnukona í Sveinshúsi á Siglufirði 1910, eldhússtúlka hjá sr. Bjarna á Hvanneyri þar 1920, vinnukona á Siglufirði 1930.
Hún fluttist til Eyja, giftist Ólafi 1931. Þau eignuðust ekki barn. Hún veiktist, var flutt til Reykjavíkur og lést þar, jarðsett í Eyjum.

I. Maður hennar, (21. september 1931), var Ólafur Guðmundsson sjómaður, formaður, gúmílímari á Bakka, f. 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum, d. 8. október 1953. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.