Ólafur Þórarinsson (íþróttakennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Þórarinsson, íþróttakennari, sundþjálfari, grunnskólakennari fæddist 14. apríl 1957 í Miðgarði við Vestmannabraut 13A.
Foreldrar hans Þórarinn Torfason frá Áshól, sjómaður, stýrimaður, f. 30. september 1926, d. 10. október 1996, og kona hans Þórunn Sigurlaug Ólafsdóttir, húsfreyja, starfsmaður Sjúkrahússins, f. 6. júní 1929.

Börn Sigurlaugar og Þórarins:
1. Unnur Katrín Þórarinsdóttir bankastarfsmaður, f. 26. desember 1952. Maður hennar Konráð Einarsson.
2. Ólafur Þórarinsson íþróttakennari, f. 14. apríl 1957. Kona hans Kristín Jónsdóttir.
3. Torfhildur Þórarinsdóttir sjúkraliði, f. 20. ágúst 1960.

Þau Kristín giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Hafnarfirði.

I. Kona Ólafs er Kristín Jónsdóttir, húsfreyja, húsgagnasmiður, kennari, f. 26. febrúar 1961. Foreldrar hennar Jón Elimar Gunnarsson, f. 16. desember 1930, d. 28. janúar 2023, og Erla Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 8. maí 1939.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Ólafsson, f. 17. desember 1988.
2. Auður Ólafsdóttir, f. 2. febrúar 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.