Torfhildur Þórarinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Torfhildur Þórarinsdóttir.

Torfhildur Þórarinsdóttir sjúkraliði fæddist 20. ágúst 1960.
Foreldrar hennar Þórarinn Torfason frá Áshól sjómaður, stýrimaður, f. 30. september 1926, d. 10. október 1996, og kona hans Þórunn Sigurlaug Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður á Sjúkrahúsinu, f. 6. júní 1929.

Torfhildur var á heilsugæslubraut Framhaldsskólans í Eyjum 1978-1979, lauk námi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1981, varð stúdent á uppeldisbraut í Framhalsskólanum í Eyjum 1985. Hún hefur sótt ýmis námskeið.
Torfhildur var sjúkraliði á Sjúkrahúsinu í Eyjum, á lyflækningadeild 1981, á handlækningadeild 1982-1985, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1985, Borgarspítala, deild A-5 1985, barnadeild Lsp 1986, Sjúkrahúsi Akraness 1987, á Sjúkrahúsinu í Eyjum, öldrunardeild og hand- og lyflækningadeild frá 1987-2019. Vann eftir það í nokkra mánuði í Hraunbúðum.
Torfhildur hefur verið í stjórn Sjúkraliðadeildar Vestmannaeyja, gjaldkeri, varaformaður, ritari og meðstjórnandi, formaður lengi.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.
  • Torfhildur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.