Ólafur Ólafsson (Létti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Haddi VE 50.
Kajakinn, sem Ólafur smíðaði. Guðlaug dóttir hans rær honum.

Ólafur Ólafsson frá Drangastekk í Vopnafirði, skipstjóri á hafnarbátnum Brimli, síðar á Létti fæddist 5. desember 1900 á Drangastekk og lést 8. ágúst 1988.
Foreldrar hans voru Ólafur Oddsson útvegsbóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. ágúst 1871 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 1. mars 1957, og kona hans Oddný Runólfsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1876 í Böðvarsdal í Vopnafirði, d. 27. júní 1947.

Börn Ólafs og Oddnýjar í Eyjum:
1. Ólafur Ólafsson skipstjóri á hafnarbátunum Brimli og Létti, f. 5. desember 1900 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 8. ágúst 1978.
2. Jónína Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 14. júní 1903 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 25. júlí 1971.
3. Runólfur Ólafsson sjómaður, bólstrunarmeistari, húsvörður á Akranesi, f. 24. október 1904, d. 14. febrúar 1991.
4. Þórður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. maí 1906 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 18. maí 1975.
5. Ásgerður Theodóra Ólafsdóttir, f. 29. september 1910 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 23. desember 1988.
6. Ólöf Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1914 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 16. janúar 1986.
7. Valgeir Ólafsson sjómaður, verkamaður, f. 30. september 1916 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 9. janúar 1991.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Norðfirði til Eyja 1926, var með þeim á Snæfelli við Hvítingaveg 8 1930.
Hann var sjómaður, síðar skipstjóri á hafnarbátnum Brimli. Sá bátur fórst við árekstur í Faxasundi 1934. Í stað hans kom Léttir, og var Ólafur skipstjóri á honum til 67 ára aldurs, 1967.
Ólafur fékkst við bátasmíði. Þeir Runólfur byggðu vélbátinn Hadda VE 50 og árabáta. Ólafur smíðaði kajak, sem nú er á sjómynjasafni Þórðar Rafns (Rabba).
Þau Helga giftu sig 1937 í Reykjavík, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu á Ásum við Skólaveg 47 í fyrstu, síðan á Hvanneyri.
Helga lést 1966 og Ólafur 1988.

I. Kona Ólafs, (23. október 1937), var Helga Hansdóttir frá Fitjakoti á Kjalarnesi, húsfreyja, f. 27. maí 1904, d. 27. febrúar 1966.
Börn þeirra:
1. Hans Ólafsson vélstjóri, vélvirki í Hafnarfirði, f. 4. október 1933 í Reykjavík, d. 13. maí 1990. Kona hans Ragna Jóhanna Einarsdóttir.
2. Ólafur Ólafsson rennismíðameistari, f. 17. október 1939 á Ásum. Hann bjó í Eyjum og Reykjavík, dvelur nú á Eir. Kona hans Kittý Stefánsdóttir.
3. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1942 á Ásum. Maður hennar Steingrímur Sigurðsson, látinn.
4. Andvana drengur, f. 24. desember 1944 á Ásum.
5. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1949 á Hvanneyri. Hún býr í Ólafsvík. Barnsfaðir hennar Ólafur Benedikt Arnberg. Maður hennar Sigjón Rúnar Gylfi Þórhallsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.