Hans Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hans Ólafsson.

Hans Ólafsson frá Hvanneyri, vélstjóri, vélvirki fæddist 4. október 1933 í Reykjavík og lést 13. maí 1990 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson skipstjóri á Létti, f. 5. desember 1900, d. 8. ágúst 1978, og kona hans Helga Hansdóttir húsfreyja, 27. maí 1904, d. 27. febrúar 1966.

Börn Helgu og Ólafs:
1. Hans Ólafsson vélstjóri, vélvirki í Hafnarfirði, f. 4. október 1933 í Reykjavík, d. 13. maí 1990. Kona hans Ragna Jóhanna Einarsdóttir, látin.
2. Ólafur Ólafsson rennismíðameistari, f. 17. október 1939 á Ásum. Hann bjó í Eyjum og Reykjavík, dvelur nú á Eir. Kona hans Kittý Stefánsdóttir.
3. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1942 á Ásum. Maður hennar Steingrímur Sigurðsson, látinn.
4. Andvana drengur, f. 24. desember 1944 á Ásum.
5. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1949 á Hvanneyri. Hún býr í Ólafsvík. Barnsfaðir hennar Ólafur Benedikt Arnberg. Maður hennar Sigjón Rúnar Gylfi Þórhallsson.

Hans var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn og síðar vélvirkjun.
Hans var vélstjóri til sjós mestan starfsaldur sinn.
Þau Ragna giftu sig 1954, eignuðust tvö kjörbörn. Þau byggðu hús við Boðaslóð 13 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar og bjuggu þar á Flatahrauni 16.
Hans lést 1990 og Ragna 1992.

I. Kona Hans, (31. desember 1954), var Ragna Jóhanna Einarsdóttir frá Breiðabliki, húsfreyja f. 1. febrúar 1935, d. 19. september 1992.
Börn þeirra:
1. Helga Rósa Hansdóttir, f. 9. nóvember 1960. Hún er kjördóttir hjónanna. Kynmóðir hennar var Erla Guðnadóttir, f. 8. apríl 1935.
2. Einar Vignir Hansson, f. 31. ágúst 1967. Hann var kjörsonur hjónanna. Kynforeldrar hans voru Júlíus Sigurbjörnsson sjómaður, f. 4. mars 1946 og Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir frá Reynivöllum, f. 5. júní 1948. Kona hans er Inga B. I. Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.