Jónína Ólafsdóttir (Austurvegi 2)
Jónína Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir fæddist 14. júní 1903 á Drangastekk í Vopnafirði og lést 25. júlí 1971.
Foreldrar hennar voru Ólafur Oddsson útvegsbóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. ágúst 1871 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 1. mars 1957, og kona hans Oddný Runólfsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1876 í Böðvarsdal í Vopnafirði, d. 27. júní 1947.
Börn Ólafs og Oddnýjar í Eyjum:
1. Ólafur Ólafsson skipstjóri á hafnarbátunum Brimli og Létti, f. 5. desember 1900 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 8. ágúst 1978.
2. Jónína Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 14. júní 1903 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 25. júlí 1971.
3. Runólfur Ólafsson sjómaður, bólstrunarmeistari, húsvörður á Akranesi, f. 24. október 1904, d. 14. febrúar 1991.
4. Þórður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. maí 1906 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 18. maí 1975.
5. Ásgerður Theodóra Ólafsdóttir, f. 29. september 1910 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 23. desember 1988.
6. Ólöf Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1914 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 16. janúar 1986.
7. Valgeir Ólafsson sjómaður, verkamaður, f. 30. september 1916 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 9. janúar 1991.
Jónína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún starfaði um skeið við Franska spítalann í Eyjum, lauk ljósmæðranámi við Ljósmæðraskóla Íslands 9. maí 1923. Hún fluttist til Eyja 1923, giftist Filippusi 1926. Þau bjuggu í Miðgarði við Vestmannabraut 13a við fæðingu Rannveigar 1927, í Vatnsdal 1930 og við fæðingu Árna eldri 1931, en á Kalmanstjörn við fæðingu Árna yngri 1932.
Þau byggðu húsið nr. 2 við Austurveg á árunum 1932-1938 og bjuggu þar síðan.
Jónína lést 1971 og Filippus 1974.
I. Maður Jónínu, (30. október 1926), var Filippus Árnason frá Ásgarði, yfirtollvörður, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974.
Börn þeirra:
1. Rannveig Filippusdóttir húsfreyja, símavörður, f. 11. febrúar 1927 í Miðgarði, d. 28. júní 2021. Maður hennar Þorvarður Arinbjarnarson.
2. Árni Filippusson , f. 15. febrúar 1931 í Vatnsdal, d. 6. apríl 1931.
3. Árni Filippusson sölustjóri, f. 29. júlí 1932 á Kalmanstjörn, d. 15. febrúar 2023.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.