Ólafur Ólafsson (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafsson frá Hvanneyri við Vestmannabraut 60, rennismíðameistari fæddist 17. október 1939 á Ásum við Skólaveg 47 og lést 26. ágúst 2024.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson skipstjóri á Létti, f. 5. desember 1900, d. 8. ágúst 1978, og kona hans Helga Hansdóttir húsfreyja, 27. maí 1904, d. 27. febrúar 1966.

Börn Helgu og Ólafs:
1. Hans Ólafsson vélstjóri, vélvirki í Hafnarfirði, f. 4. október 1933 í Reykjavík, d. 13. maí 1990. Kona hans Ragna Jóhanna Einarsdóttir, látin.
2. Ólafur Ólafsson rennismíðameistari, f. 17. október 1939 á Ásum, d. 26. ágúst 2024. Hann bjó í Reykjavík, síðast á Eir. Kona hans Kittý Stefánsdóttir.
3. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1942 á Ásum. Maður hennar Steingrímur Sigurðsson, látinn.
4. Andvana drengur, f. 24. desember 1944 á Ásum.
5. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1949 á Hvanneyri. Hún býr í Ólafsvík. Barnsfaðir hennar Ólafur Benedikt Arnberg. Maður hennar Sigjón Rúnar Gylfi Þórhallsson.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Iðnskólanum 1956-1959, rennismíði í Magna, varð sveinn 1960 og meistari 1963 og vann við iðn sína, í Magna til 1969 og í Vélaverkstæðinu Þór til 1979.
Þau Kittý giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, fluttu til Eyja 1964, bjuggu á Hvanneyri, en síðan á Bröttugötu 28 til 1979.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1979, bjuggu í Bogahlíð 18, en dvöldu á hjúkrunarheimilinu Eir.
Ólafur lést 2024.,

I. Kona Ólafs, (7. september 1963), er Kittý Stefánsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1945.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ólafsson starfsmaður Seglagerðarinnar Ægis, f. 9. október 1965, ókvæntur.
2. Helga Ósk Ólafsdóttir starfsmaður í Laugardalshöll, f. 13. júní 1971, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.