Guðlaug Ólafsdóttir (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðlaug Ólafsdóttir.

Guðlaug Ólafsdóttir frá Hvanneyri við Vestmannabraut 60, húsfreyja fæddist 2. desember 1942.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson skipstjóri á Létti, f. 5. desember 1900, d. 8. ágúst 1978, og kona hans Helga Hansdóttir húsfreyja, 27. maí 1904, d. 27. febrúar 1966.

Börn Helgu og Ólafs:
1. Hans Ólafsson vélstjóri, vélvirki í Hafnarfirði, f. 4. október 1933 í Reykjavík, d. 13. maí 1990. Kona hans Ragna Jóhanna Einarsdóttir, látin.
2. Ólafur Ólafsson rennismiður, f. 17. október 1939 á Ásum. Bjó í Eyjum og Reykjavík, dvelur nú á Eir. Kona hans Kittý Stefánsdóttir.
3. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1942 á Ásum. Maður hennar Steingrímur Sigurðsson, látinn.
4. Andvana drengur, f. 24. desember 1944 á Ásum.
5. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1949 á Hvanneyri. Hún býr í Ólafsvík. Barnsfaðir hennar Ólafur Benedikt Arnberg. Maður hennar Sigjón Rúnar Gylfi Þórhallsson.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959, nam við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1959-1960, tók póstmannapróf 1976. Hún lærir nú silfursmíði.
Guðlaug vann hjá Pósti og síma í nokkur ár, vann við netafellingar hjá Dala-Rafni og vann hjá leikskólanum á Sóla frá 1989 til starfsloka 67 ára.
Þau Steingrímur giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Löndum við Landagötu 11, byggðu húsið í Austurgerði 13, bjuggu þar við Gos 1973, síðan á Smáragötu 13, en síðast á Dverghamri 9.
Steingrímur lést 2017.
Guðlaug býr á Dverghamri 9.

I. Maður Guðlaugar, (8. desember 1962), var Steingrímur Dalmann Sigurðsson frá Dalabæ í Úlfsdölum í Eyjafj.s., skipstjóri, skipaeftirlitsmaður, f. 4. janúar 1942 á Siglufirði, d. 19. maí 2017.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ólafur Steingrímsson stýrimaður, f. 28. október 1962. Fyrrum sambúðarkona Ingunn Björg Sigurðardóttir.
2. Helgi Þór Steingrímsson vélfræðingur, býr í Danmörku og Kópavogi. Hann rekur fjölmennt fyrirtæki í Danmörku, f. 30. janúar 1966. Kona hans Ulla Schjöring.
3. Sædís Steingrímsdóttir lyfjatæknir í Reykjavík, f. 17. nóvember 1970. Maður hennar Sigurður Ómar Ólafsson.
4. Sigurrós Steingrímsdóttir sölumaður í Reykjavík, f. 12. september 1980. Maður hennar Bogi Hreinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðlaug.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 27. maí 2017. Minning Steingríms.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.