Ásbjörn Björnsson (Heiðarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásbjörn Björnsson.

Ásbjörn Björnsson frá Heiðarhól, forstjóri, stórkaupmaður fæddist 22. júlí 1924 í Varmadal og lést 22. mars 2009.
Foreldrar hans voru Björn Sigurðsson útgerðarmaður frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 8. október 1889, d. 17. september 1972, og kona hans Jónína Þóra Ásbjörnsdóttir, húsfreyja, f. 19. apríl 1896 á Blómsturvöllum á Eyrarbakka, d. 1. desember 1967.

Börn Jónínu Þóru og Björns:
1. Rútur Eyberg Björnsson, f. 28. desember 1917 á Rafnseyri, d. 23. janúar 1938.
2. Eiríkur Björnsson vélvirki, f. 25. júlí 1919 á Geithálsi, d. 26. maí 2001.
3. Filippía Fanney Björnsdóttir, f. 8. desember 1920 á Geirhálsi, d. 10. júní 1933 á Vífilsstöðum.
4. Sigurður Jakob Björnsson vikapiltur í Suður-Hvammi í Mýrdal, f. 18. júlí 1922 á Hvoli, d. 4. júní 1936 í Suður-Hvammi.
5. Ásbjörn Björnsson heildsali, forstjóri, f. 22. júlí 1924 í Varmadal, d. 22. mars 2009.

Ásbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1941, og lauk námi í Verslunarskóla Íslands í Reykjavík.
Ásbjörn starfaði hjá Nathan & Olsen, en stofnaði ásamt Þórhalli Arasyni fyrirtækið Solido, sem var saumastofa og innflutningsfyrirtæki og rak það til 1984, er hann varð forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis og vann þar til 1994.
Hann sat í stjórn sóknarnefndar Bústaðakirkju í 30 ár og var formaður í 19 ár, átti gildan þátt í byggingu safnaðarheimilisins.
Ásbjörn sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda.
Þau Bjarney giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn.
Ásbjörn lést 2009 og Bjarney 2019.

I. Kona Ásbjörns, (1948), var Bjarney Sigurðardóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, verslunarmaður, saumakona, f. 28. september 1926, d. 19. desember 2019. Foreldrar hennar voru Sigurður Jón Halldórsson sjómaður, póstur, starfsmaður Olíufélagsins og síðar Esso, f. 28. maí 1898, d. 18. febrúar 1995, og kona hans Rannveig Bjarnadóttir húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. 13. júlí 1906, d. 14. apríl 1995. Móðir Rannveigar var Eyvör Sveinsdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja á Seyðisfirði.
Börn þeirra:
1. Rannveig Jónína Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1949. Maður hennar Stefán Carlsson.
2. Björn Eyberg Ásbjörnsson, f. 5. október 1951. Kona hans Valgerður Sveinsdóttir.
3. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1956. Maður hennar Tómas Jóhannesson Tómassonar.
4. Ester Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1957. Maður hennar Einar Egilsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.