Guðmundur Böðvarsson (húsasmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Böðvarsson frá Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, húsasmíðameistari fæddist 15. ágúst 1894 og lést 19. október 1964.
Foreldrar hans voru Böðvar Jónsson, bóndi í Koti og á Þorleifsstöðum, f. 14. ágúst 1856, d. 28. janúar 1915, og kona hans Bóel Sigurðardóttir húsfreyja, bóndi, frá Múlakoti í Fljótshlíð, f. 16. desember 1852, d. 30. desember 1921.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann öðlaðist meistararétindi í húsasmíði, flutti til Eyja 1924, var mjög virkur við byggingaframkvæmdir og rak verkstæði í húsi sínu.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1926, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 8.

I. Kona Guðmundar, (1926), var Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Sjónarhóli á Stokkseyri, húsfreyja, f. 24. júli 1896 á Háfshóli í Djúpárhreppi, Rang., d. 13. júní 1970.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ármann Guðmundsson húsasmiður, f. 3. janúar 1927, d. 5. júní 2005. Hann bjó síðast í Kríuhólum 4 í Reykjavík.
2. Jónas Guðmundsson byggingameistari, síðar bankastarfsmaður, f. 21. desember 1928, d. 14. mars 1998. Kona hans Ursula Marie Helene Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.