Árni Finnbogason (Stóra-Hvammi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Árni Finnbogason.

Kynning.

Árni Sigurjón Finnbogason formaður frá Norðurgarði, dráttlistamaður fæddist 5. desember 1893 og lést 22. júní 1992.
Foreldrar hans voru Finnbogi Björnsson bóndi og formaður í Norðurgarði f. 1. janúar 1856, d. 16. apríl 1943, og fyrri konu hans Rósu Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 10. desember 1857, d. 6. janúar 1907.

Á efri árum iðkaði Árni teikningu bæði af náttúru Eyjanna og fólki. Hann hélt nokkrar sýningar á verkum sínum í Reykjavík.

I. Kona Árna var Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir frá Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1896, d. 30. janúar 1958.
Börn þeirra:
1. Rósa húsfreyja, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983, fyrr gift Þórarni Bernótussyni, síðar Birni Arnórssyni.
2. Ráðhildur húsfreyja, f. 24. júní 1917, d. 14. janúar 1997, gift Gísla Þorsteinssyni.
3. Ágústa Kristín Árnadóttir, f. 15. janúar 1919, d. 24. júní 1919.
4. Sigurbjörn verkamaður, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, fyrr kvæntur Maríu Björgvinsdóttur, síðar Ester S. Snæbjörnsdóttur.
5. Ágústa Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, gift Emil Jóhanni Magnússyni kaupmanni í Grundarfirði.
6. Aðalheiður Árný Árnadóttir húsfreyja, f. 5. desember 1925, d. 20. september 1989, gift Pálma Péturssyni kennara.
7. Áslaug Árnadóttir húsfreyja, fædd 20. janúar 1928, d. 18. júlí 2007, gift Pétri Sveinssyni bifreiðastjóra.
8. Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, fæddur 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019, kvæntur Guðbjörgu Þóru Steinsdóttur.
9. Borgþór Árnason vélstjóri, fæddur 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, kvæntur (skildu) Guðrúnu Andersen.

II. Sambýliskona Árna er Erla Kristjánsdóttir í Reykjavík, f. 3. júní 1929. Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson múrarameistari í Reykjavík, f. 25. ágúst 1893, d. 6. apríl 1950, og kona hans Guðríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1900, d. 3. mars 1984.
Þau voru barnlaus, en Árni annaðist börn Erlu.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Árni er mjög liðlega vaxinn, rösklega meðalmaður á hæð og samsvarar sér vel. Hann er dökkhærður, en hvítur í andliti, laglegur maður, snar og liðugur í öllum hreyfingum. Hann er heldur ómannblendinn, en kátur í sínum hóp.
Hann hefir verið mikið við lundaveiðar aðallega í austureyjunum, en þess utan mjög við bjarggöngur í úteyjum og heimalandinu og verið góður liðsmaður í hvívetna, eflaust einn af betri lundaveiðimönnum seinni ára.
Hann hefir verið formaður á mótorbátum við gott gengi og gert út hin síðari ár. Háfinn hefir hann að mestu lagt til hliðar og að mestu hættur sjósókn.
Að öðru leyti vísast til Bjarnareyjarbókar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Árni Finnbogason


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Finnbogi Árnason.
  • Garður.is
  • Manntöl.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Verkfræðingatal I. Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga 1996.