Árný Elsa Tómasdóttir
Árný Elsa Tómasdóttir Guðmundsdóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja í Hábæ í Þykkvabæ fæddist 14. október 1940 á Skjaldbreið.
Foreldrar hennar voru Ágústa Guðrún Árnadóttir, síðar húsfreyja í Hábæ, f. 15. júní 1904 í Langa-Hvammi, d. 2. maí 1991, og barnsfaðir hennar Guðmundur Franklín Gíslason skipstjóri í Reykjavík, f. 5. mars 1899, d. 23. mars 1956.
Fóstursystir Árnýjar Elsu er
1. Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir húsfreyja, f. 24. september 1947.
Ágústa Guðrún móðir Elsu réðst til Óskars Sigurðssonar bónda og ekkils í Hábæ 1942 og hafði Elsu með sér og þar ólst hún upp.
Þau Valdimar Ingiberg giftu sig 1963, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hábæ 1967-1971, fluttust til Reykjavíkur 1971 og skildu.
Árný Elsa vann á Landspítalanum.
Maður Árnýjar Elsu, (13. apríl 1963, skildu), er Valdimar Ingiberg Jónsson, bóndi, ökukennari, bifvélavirki, f. 7. febrúar 1942.
Börn þeirra:
1. Ágústa Valdimarsdóttir húsfreyja, tollfulltrúi í Kópavogi, f. 7. febrúar 1963. Sambýlismaður hennar var Ágúst Bogason. Maður hennar Gunnar Steinþórsson.
2. Guðbjörg Kristín Valdimarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari í Reykjavík, f. 7. ágúst 1964. Smbýlismaður er Kristján Þór Franklínsson.
3. Jón Óskar Valdimarsson tækjamaður í Reykjavík, f. 26. júní 1966. Sambýliskona var Helga Jónína Unnsteinsdóttir. Sambýliskona hans er Vala Eiðsdóttir.
4. Thelma Dögg Valdimarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 22. október 1978. Maður hennar er Haukur Ægir Ragnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.