Friðjón Sigurðsson (Skjaldbreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðjón Sigurðsson frá Skjaldbreið, lögfræðingur, sýslumaður, skrifstofustjóri fæddist 16. mars 1914 á Skjaldbreið og lést 14. október 1997.
Foreldrar hans voru Sigurður Ingimundarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. maí 1879, d. 3. apríl 1962, og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1879, d. 9. ágúst 1965.<br.

Börn Sigurðar og Hólmfríðar:
1. Árný Hanna Sigurðardóttir, f. 16. september 1909 á Skjaldbreið, d. 3. apríl 1921.
2. Júlíus Sigurðsson skipstjóri, f. 2. júlí 1912 á Skjaldbreið, d. 1. október 1974.
3. Friðjón Sigurðsson lögfræðingur, sýslumaður og síðar skrifstofustjóri Alþingis, f. 17. mars 1914 á Skjaldbreið, d. 14. október 1997.
4. Sigríður Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1915 á Skjaldbreið, d. 3. júlí 2000.
5. Kristinn Sigurðsson skipstjóri og síðar slökkviliðsstjóri, f. 2. september 1917 á Skjaldbreið, d. 26. júní 1984.
6. Pálmi Sigurðsson skipstjóri, f. 21. júlí 1920 á Skjaldbreið, d. 25. nóvember 2011.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Árna Ingimundarsonar og Elsu Tómasdóttur var
7. Ágústa Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 15. júní, d. 2. maí 1991.

Friðjón var með foreldrum sínum í æsku, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1934, utskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands 1941.
Hann var settur sýslumaður í Strandasýslu 15. sept. 1941 fram í september 1943, var starfsmaður Skömmtunarskrifstofu ríkisins frá 20. september 1943 til 1. mars 1944, er hann var settur fulltrúi á skrifstofu Alþingis. Hann var skipaður fulltrúi þar 1. mars 1945 og skipaður skrifstofustjóri Alþingis 5. apríl 1956 og gegndi því starfi til 1. september 1984.
Friðjón var ritari hjá Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins frá 1956 og hjá Íslandsdeild Norðurlandaráðs frá október 1957, var starfsmaður landskjörstjórnar frá 1959.
Þau Áslaug giftu sig 1936, eignuðust 5 börn.
Friðjón lést 1997 og Áslaug 2003.

Kona Friðjóns, (7. nóvember 1936), var Áslaug Siggeirsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1917, d. 3. janúar 2003. Foreldrar hennar voru Siggeir Helgason bóndi að Teigi í Fljótshlíð, f. 22. nóvember 1885, d. 21. mars 1970, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1888, d. 9. maí 1964.
Börn Friðjóns og Áslaugar:
1. Ásgeir Bergur Friðjónsson dómari, f. 22. maí 1937 í Reykjavík, d. 29. september 1992. Kona hans var Jónína Kolfinna Gunnarsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 9. október 1939.
2. Sigurður Hólmgeir Friðjónsson læknir, lífeðlisfræðingur, Ph.D., lektor, f. 4. maí 1943 á Hólmavík, d. 27. nóvember 2016.
3. Jón Gunnlaugur Friðjónsson prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, f. 24. ágúst 1944. Kona hans er Herdís Svavarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 2. september 1951.
4. Guðgeir Ingólfur Friðjónsson lögmaður, f. 11. maí 1951. Kona hans er Sigrún Benediktsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri.
5. Friðjón Örn Friðjónsson hæstaréttarlögmaður, f. 19. maí 1956, d. 21. september 2022. Kona hans er Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, kennari, f. 2. ágúst 1957.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. október 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.