Sigurður Sigurðarson (Vatnsdal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhanna Friðriksdóttir og Sigurður.

Sigurður Sigurðarson frá Vatnsdal, skipasmíða- og húsasmíðameistari í Eyjum fæddist 22. júlí 1928 í Vatnsdal og lést 16. ágúst 2020 að Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Sigurður Oddgeirsson frá Ofanleiti, verkamaður, tryggingamaður, vélstjóri í Reykjavík, f. 24. apríl 1892, d. 1. júní 1963, og kona hans Ágústa Þorgerður Högnadóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, f. 17. ágúst 1901, d. 7. nóvember 1948.

Sigurður fluttist barnungur til Reykjavíkur með foreldrum sínum.
Hann nam húsasmíði og síðar skipasmíði og rak ásamt öðrum skipasmíðastöðina Nökkva í Garðabæ. Eftir flutning til Eyja vann hann lengst hjá Skipaviðgerðum, en einnig við húsasmíðar.
Sigurður skar í tré og gerði m.a. lágmyndir, sem hann gaf Kvenfélagi Landakirkju til minningar um ömmu sína og afa, Önnu Guðmundsdóttur húsfreyju og sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen. Þær prýða hurðir kirkjunnar.
Þau Jóhanna giftu sig 1950 og byggðu sér hús í Kópavogi, fyrst í Víðihvammi og síðar í Hrauntungu.
Þau fluttust til Eyja 1970 og byggðu að Fjólugötu 29.
Hjónin fluttust til Hafnarfjarðar 1999. Jóhanna lést á Sólvangi 2012 og Sigurður 2020.

I. Kona Sigurðar, (25. desember 1950), var Jóhanna Margrét Friðriksdóttir verkakona, verkalýðsleiðtogi, f. 13. október 1930 í Reykjavík, d. 17. nóvember 2012.
Börn þeirra:
1. Atli Sigurðsson skipstjóri, f. 3. ágúst 1952 í Reykjavík. Barnsmóðir hans Ólöf Hauksdóttir. Kona hans er Harpa Njálsdóttir Andersen húsfreyja, f. 10. ágúst 1948.
2. Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur, f. 12. febrúar 1957 í Reykjavík. Maður hennar, (skildu), er Gunnar Þór Sigurðsson vélstjóri, rafvirkjameistari frá Svanhól, f. 7. júlí 1948.
3. Gylfi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 26. janúar 1959 í Kópavogi. Kona hans er Guðrún Erlingsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi, fyrrv. varaþingmaður, blaðamaður.
4. Friðrik Arnar Sigurðsson vélfræðingur, f. 9. mars 1965 í Kópavogi. Fyrrum kona hans Anna Elísabet Sæmundsdóttir. Kona hans Margrét Ragnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Morgunblaðið 27. nóvember 2012. Minning Jóhönnu Friðriksdóttur.
  • Morgunblaðið 28. ágúst 2020. Minning Sigurðar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.