Oktavía Ágústsdóttir (Helli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oktavía Ágústsdóttir frá Helli við Vestmannabraut 13b, húsfreyja, snyrtifræðingur fæddist þar 13. júní 1947.
Foreldrar hennar voru Ágúst Eiríksson Hannesson frá Hvoli við Urðaveg, húsgagnasmiður, f. 2. ágúst 1927, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951, og unnusta hans Oddný Guðrún Sigurðardóttir frá Helli, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 28. ágúst 1927, d. 5. nóvember 1878.

Börn Oddnýjar og Ágústs:
1. Guðrún Helga Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 18. september 1944 í Helli, d. 31. júlí 2022. Maður hennar Stefán Sigurðsson.
2. Magnúsína Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 19. mars 1946 í Helli.
3. Oktavía Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, snyrtifræðingur, f. 13. júní 1947 í Helli. Maður hennar Karl Kristensen.
4. Stúlka, f. 13. maí 1951 á sjúkrahúsinu í Eyjum, d. 20. júní 1951. Barn Ágústs og Báru Þórðardóttur:
5. Þór Hafdal Ágústsson bókbandsmeistari, síðar fangavörður og deildarstjóri á Litla-Hrauni, f. 8. febrúar 1944 á Spákelsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Fyrri kona hans var Kolbrún Kristófersdóttir húsfreyja, síðar Cerasi, f. 29. febrúar 1946. Síðari kona Þórs er Jensína Jensdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 24. apríl 1953.

Oktavía var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á fjórða árinu. Hún var með móður sinni og móðurmóður sinni Oktavíu Guðmundsdóttur.
Hún var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum og lauk gagnfræðaprófi í Miðbæjarskólanum í Reykjavík, lærði snyrtifræði í Snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur og lauk prófum 1984.
Þau Agusto giftu sig 1968, eignuðust eitt barn, en þau skildu.
Þau Karl giftu sig 1970, eignuðust eitt barn.

I. Maður hennar er Agusto de Azevedo frá Portúgal, f. 2. ágúst 1946. Þau skildu.
Barn þeirra:
1. Ágúst Eiríksson prófessor í hagfræði í Hanover College í Indiana í Bandaríkjunum, f. 31. júlí 1968. Fyrrum kona hans Jennifer.

II. Maður Oktavíu er Karl Kristensen kjötiðnaðarmaður, meðhjálpari, f. 12. janúar 1947. Foreldrar hans voru Arne Friðrik Kristensen bifreiðastjóri, f. 12. júlí 1925 á Þormóðsstöðum við Skerjafjörð, d. 4. febrúar 2001, og kona hans Ingunn Karlsdóttir Kristensen frá Reyðarfirði, húsfreyja, f. 22. september 1924, d. 1. desember 2021.
Barn þeirra:
2. Guðmundur Vignir Karlsson tónlistarmaður, söngvari í Noregi, f. 10. nóvember 1978. Kona hans Inga Harðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.