Hallgrímur Óskarsson (húsa- og húsgagnasmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hallgrímur Óskarsson.

Hallgrímur Óskarsson frá Franska spítalanum við Kirkjuveg 20, húsa- og húsgagnasmíðameistari fæddist 7. júlí 1943 í Árdal við Hilmisgötu 5.
Foreldrar hans voru Óskar Jósúason trésmíðameistari, f. 22. október 1915, d. 10. ágúst 1987 og kona hans Jósebína Grímsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1921, d. 28. desember 1993.

Börn Jósebínu og Óskars:
1. Elías Fannar Óskarsson sjómaður, verkamaður, f. 21. júní 1939, d. 28. mars 1998. Kona hans Helga Sigtryggsdóttir.
2. Hallgrímur Óskarsson húsa- og húsgagnasmíðameistari, f. 7. júlí 1943 í Árdal. Kona hans Sólrún Sædís Sigurbjörnsdóttir.
3. Þórunn Ester Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1941 í Árdal, d. 29. október 2008. Maður hennar Brynjar Karl Stefánsson, látinn.
4. Páll Róbert Óskarsson húsgagnasmíðameistari, f. 10. júní 1946 í Franska spítalanum, d. 13. október 2020. Kona hans Þuríður Margrét Georgsdóttir, látin.
5. Steinunn Ósk Óskarsdóttir matreiðslumaður, sjókona, f. 25. júlí 1950 í Franska spítalanum. Fyrrum maður hennar Gunnar Snorri Snorrason.
6. Jósúa Steinar Óskarsson vélvirkjameistari, f. 4. október 1952 í Franska spítalanum. Kona hans Kristín Eggertsdóttir, látin. Síðari kona hans Lára Ósk Garðarsdóttir.

Hallgrímur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíði og húsgagnasmíði í Smið. Meistarar voru Magnús Magnússon og Gissur Þorsteinn Magnússon. Hann lauk sveinsprófi 1967, fékk meistararéttindi.
Hallgrímur vann við iðn sína, í Smið til Goss 1973. Hann vann við smíði innréttinga í Nýja Sjúkrahúsinu í tvö ár, fór með Fannari bróður sínum og Óskari föður sínum að Borðeyri í Hrútafirði og þeir byggðu barnaskólann þar.
Þá fór Hallgrímur til sjós með Sveini á Kristbjörgu og var þar um skeið, en vann síðan hjá Trésmíðaverkstæði Erlendar Péturssonar til starfsloka 2018.
Þau Sólrún Sædís giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Franska spítalanum við Kirkjuveg 20, síðan á Heklu við Hásteinsveg 16.

I. Kona Hallgríms, (11. júlí 1964), er Sólrún Sædís Sigurbjörnsdóttir frá Kelduneskoti í Kelduhverfi, S.-Þing., f. 16. ágúst 1944.
Börn þeirra:
1. Óðinn Þór Hallgrímsson sjómaður í Reykjavík og á Akranesi, f. 8. janúar 1964. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
2. Fanney Ósk Hallgrímsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 13. janúar 1965. Maður hennar Guðbjörn Guðmundsson.
3. Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson húsasmíðameistari í Eyjum, f. 6. desember 1965, d. 27. mars 2009. Fyrrum kona hans Ásdís Sveinjónsdóttir. Sambúðarkona hans Hafdís Óskarsdóttir.
4. Ægir Óskar Hallgrímsson leigubílstjóri í Reykjavík, f. 11. júní 1967. Kona hans Berglind Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.