Hafdís Óskarsdóttir (Hrafnabjörgum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hafdís Óskarsdóttir.

Hafdís Óskarsdóttir frá Hrafnabjörgum, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 15. nóvember 1963.
Foreldrar hennar voru Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d. 17. maí 1982, og kona hans Solveig Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. desember 1923 á Blómsturvöllum, d. 7. desember 1994.

Börn Solveigar og Óskars:
1. Andvana fædd stúlka 28. júlí 1942.
2. Erla Óskarsdóttir húsfreyja á Akranesi, síðar verslunarmaður, sjúkrahússtarfsmaður í Reykjavík, f. 22. desember 1943. Maður hennar er Adólf Ásgrímsson rafvirkjameistari, rafmagnstæknifræðingur, f. 12. júní 1944.
3. Sigurbjörg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1945. Maður hennar er Sigurður Óskarsson frá Hvassafelli, smiður, kafari, f. 24. maí 1944.
4. Þórhildur Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 15. mars 1947. Maður hennar Jónas Kristinn Bergsteinsson frá Múla, rafverktaki, f. 24. ágúst 1948.
5. Ólafur Óskarsson rennismíðameistari, bifreiðastjóri, f. 23. október 1948. Kona hans er Jóna Jónsdóttir húsfreyja, læknafulltrúi frá Gerði, f. 5. maí 1950.
6. Óskar Veigu Óskarsson rafvirki, svæðissölustjóri hjá Marel, f. 18. september 1950. Kona hans var Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 24. ágúst 1953, d. 13. ágúst 2012.
7. Þráinn Veigu Óskarsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 1. nóvember 1953. Kona hans er Guðný Júlíana Garðarsdóttir húsfreyja, sölumaður, f. 15. desember 1959.
8. Dagmar Óskarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, sjúkraliði, f. 3. júní 1962. Sambýlismaður hennar er Jón Berg Torfason þroskaþjálfi, f. 14. mars 1971.
9. Hafdís Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 15. desember 1963. Fyrrum Maður hennar er Sigurjón Kristinsson læknir, f. 16. mars 1964. Sambúðarmaður Hafdísar var Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson, f. 6. desember 1965, d. 27. mars 2009. Maður Hafdísar er Hermann Smárason, f. 12. mars 1959.

Hafdís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk sjúkraliðanámi í Gran Videregående skole í Noregi 1995.
Hafdís var sjúkraliði í Noregi í 1-2 ár, á Vífilsstöðum í 1 ár, þá í Sjúkrahúsinu í Eyjum í 2 ár og í Hraunbúðum í 9 ár. Hún flutti í Garðabæ 2013, vann í Ísafold og síðan hefur hún séð um þvottahúsið í íþróttahúsinu í Ásgarði þar.
Þau Sigurjón giftu sig 1990, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Vallargötu 8 í Eyjum, en skildu 2003.
Þau Sigurbjörn Ófeigur voru í sambúð frá 2004-2009, er hann lést. Þau bjuggu á Hólagötu 9. Þau voru barnlaus, en Hafdís var með börn sín og fóstraði börn Sigurbjarnar Ófeigs að hluta.
Þau Hermann giftu sig 2019, eiga ekki börn saman.

ctr
Hafdís, Sigurjón og börn.
Aftari röð frá vinstri: Bjarki, Sandra og Sunna.
Fremri röð: Hafdís með Þóri, Sigurjón með Kristinn Skæring.

I. Fyrrum maður Hafdísar, (28. júní 1990, skildu 2003), er Sigurjón Kristinsson læknir, f. 16. mars 1964.
Börn þeirra:
1. Sunna Sigurjónsdóttir lögfræðingur, f. 27. júní 1984 í Eyjum. Maður hennar Ólafur Kristján Guðmundsson.
2. Sandra Sigurjónsdóttir hárgreiðslumeistari í Noregi, f. 16. apríl 1986 í Reykjavík. Maður hennar Torfinn Aanodt.
3. Bjarki Sigurjónsson sjómaður, f. 14. janúar 1990. Kona hans Ásthildur Hannesdóttir.
4. Kristinn Skæringur Sigurjónsson stundar nám í tölvunarfræði í Bandaríkjunum, f. 1. maí 1996 í Noregi, ókv..
5. Þórir Sigurjónsson stundar menntaskólanám, f. 7. júlí 1997 í Noregi, ókv.

II. Sambúðarmaður Hafdísar var Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson húsasmíðameistari, f. 6. desember 1965, d. 27. mars 2009. Þau voru barnlaus saman.

III. Maður Hafdísar í átta ár, (gift 15. júní 2019), er Hermann Smárason slökkviliðsmaður, f. 12. mars 1959. Foreldrar hans eru Jóhann Smári Hermannsson rafvirkjameistari, f. 21. júlí 1938, og kona hans Ásdís Elfa Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. desember 1940.
Þau eru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.