Mynd vikunnar
Grein vikunnar
Þorsteinn Víglundsson.jpg

Þorsteinn Þórður Víglundsson fæddist 19. október árið 1899 að Melum í Mjóafirði og lést 3. september 1984. Foreldrar hans voru Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir og Víglundur Þorgrímsson. Á barnsaldri var hann tekinn í fóstur að Hóli í Norðfirði til hjónanna Stefaníu Guðjónsdóttur og Vigfúsar Sigurðssonar. Eftir nám í Barnaskóla Norðfjarðar lá leiðin í Búnaðarskólann á Hvanneyri og varð hann búfræðingur, tvítugur að aldri. Þorsteinn stundaði nám í Noregi árin 1921-1923 í lýðháskóla nálægt Björgvin, Noregi og ári seinna lauk hann lokaprófi í nokkrum greinum í menntaskóla á Suður-Mæri. Eftir heimkomuna fór Þorsteinn í Kennaraskóla Íslands og tók hann lokapróf þar árið 1927. Strax um haustið 1927 flutti hann til Vestmannaeyja ásamt konu sinni, Ingigerði Jóhannsdóttur, en þá voru þau nýgift.

Lesa meira

Heimaslóð hefur nú 28.841 myndir og 8.169 greinar.

Copyright © Vestmannaeyjabær 2005


... þó á Höfðanum þjóti ein þrettán stig ...