Helga Sigtryggsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Sigtryggsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður á Hrafnistu fæddist 5. júlí 1946 á Siglufirði.
Foreldrar hennar voru Sigtryggur Norðfjörð Jónatansson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, f. 19. janúar 1917, d. 28. mars 1988, og Snæborg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1926, d. 4. september 1988.

Helga var með foreldrum sínum á Siglufirði, flutttist á fyrsta ári sínu til Akraness og síðar til Reykjavíkur.
Hún flutti til Eyja 1965, vann við fiskiðnað.
Hún eignaðist barn með Erni 1964.
Þau Fannar giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Franska spítalanum, síðan á Fífilgötu 5 og voru þar við Gos 1973, síðar á Hvítingavegi 5 og síðast á Hólagötu 44.
Elías Fannar lést 1998.
Þau Kjartan Heiðar giftu sig 2010, eignuðust ekki börn og skildu. Helga bjó í Reykjavík, en nú á Selfossi.

I. Barnsfaðir Helgu var Örn Leósson, f. 14. ágúst 1940, d. 25. ágúst 2001.
Barn þeirra:
1. Sandra Snæborg Fannarsdóttir reksrarstjóri, f. 23. september 1964, d. 18. mars 2024. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jón Kristbjörn Jónsson.

II. Fyrri maður Helgu, (12. febrúar 1966), var Elías Fannar Óskarsson sjómaður, verkamaður, f. 21. júní 1939, d. 28. maí 1998.
Börn þeirra:
1. Jósebína Ósk Fannarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 27. maí 1966. Fyrrum maður hennar Svavar Valtýr Stefánsson.
2. Elísabet Fanney Fannarsdóttir, f. 7. janúar 1968. Maður hennar Stefnir Davíðsson.
3. Halldóra Steinunn Fannarsdóttir sjókona, f. 29. ágúst 1973, ógift.
4. Jóhanna Fannarsdóttir verslunarmaður, f. 30. ágúst 1974, óg.
Dóttir Helgu og kjördóttir Fannars:
1. Sandra Snæborg Fannarsdóttir reksrarstjóri, f. 23. september 1964, d. 18. mars 2024. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jón Kristbjörn Jónsson.

III. Síðari maður Helgu, (1. maí 2010, skildu), er Kjartan Heiðar Margeirsson strætisvagnastjóri, f. 1. maí 1945. Foreldrar hans voru Jón Margeir Sigurðsson, f. 2. nóvember 1906, d. 7. ágúst 1986, og Elinóra Þórðardóttir, f. 9. september 1907, d. 3. júní 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.