„Torfhildur Sigurðardóttir (Hallormsstað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|300px|''Torfhildur og Óskar. '''Torfhildur Stefanía Sigurðardóttir''' frá Hallormsstað, húsfreyja fæddist 31. maí 1912 á Bryggjum í A.-Landeyjum og lést 30. júlí 1990.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Sæmundsson bóndi, skipasmiður og sjómaður, f. 16. febrúar 1887 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 15. júlí 1981, og kona hans Guðbjörg Björnsdó...)
 
m (Verndaði „Torfhildur Sigurðardóttir (Hallormsstað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 24. apríl 2022 kl. 17:46

Torfhildur og Óskar.

Torfhildur Stefanía Sigurðardóttir frá Hallormsstað, húsfreyja fæddist 31. maí 1912 á Bryggjum í A.-Landeyjum og lést 30. júlí 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sæmundsson bóndi, skipasmiður og sjómaður, f. 16. febrúar 1887 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 15. júlí 1981, og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1887 á Bryggjum í A.-Landeyjum, d. 18. nóvember 1973.

Börn Guðbjargar og Sigurðar:
1. Torfhhildur Stefanía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. maí 1912, d. 30. júlí 1990.
2. Björn Sigurðsson trésmíðameistari, f. 25. júlí 1918, d. 9. ágúst 2005.
3. Þórarinn Sigurðsson skipaeftirlitsmaður, f. 24. febrúar 1925, d. 17. desember 1987.
4. Sigurður Björgvin Sigurðsson, f. 29. ágúst 1926, d. 18. júní 1932.

Torfhildur var með foreldrum sínum á Bryggjum, síðan á Tjörnum u. Eyjafjöllum, þá aftur á Bryggjum, en 1923 fluttu þau til Eyja.
Torfhildur (Tolla) gekk til liðs við kór Landakirkju þrettán ára að aldri, en honum stjórnaði þá Brynjólfur Sigfússon. Hún söng með kirkjukórnum og Vestmannakór í um tvo áratugi. Þá söng hún oft á skemmtunum tvísöng ásamt vinkonum sínum og má geta þess, að hún frumflutti meðal annars hið landskunna lag Oddgeirs Kristjánssonar Ágústnótt árið 1940.
Hún vann utan heimilis, m.a. í Efnalauginni Hjálp, Prjónastofunni Iðunni og á Hótel Sögu við fatagæslu í mörg ár.
Þau Óskar giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Brerkastíg 33, fluttu til Reykjavíkur 1946, bjuggu lengst í Akurgerði við Nesveg, en fluttu árið 1985 í íbúð fyrir aldraða við Skólabraut á Seltjarnarnesi .
Torfhildur lést 1990 og Óskar 1992.

I. Maður Torfhildar, (26. október 1949), var Óskar Friðbjörnsson bifreiðastjóri, lögreglumaður, f. 26. október 1908, d. 18. nóvember 1992.
Börn þeirra:
1. Birna Óskarsdóttir Fawcett húsfreyja, f. 12. maí 1942. Hún býr í Bandaríkjunum. Maður hennar Paul Richard Fawcett.
2. Sigþór Óskarsson flugstjóri, f. 9. febrúar 1949. Kona hans Halldóra Ásgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.