Brynjúlfur Sigfússon
(Endurbeint frá Brynjólfur Sigfússon)


Brynjúlfur Sigfússon, tónskáld, fæddist 1. mars 1885 og lést 27. febrúar 1951. Hann var mjög virkur í tónlistarlífinu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta 20. aldar sem organisti í Landakirkju, stjórnandi og stofnandi fyrstu lúðrasveitar í Vestmannaeyjum og síðan kórstjóri Vestmannakórs, sem svo var nefndur, en kórinn var blandaður kór úr Eyjum og starfaði á þessum árum. Brynjúlfur var stjórnandi lúðrasveitarinnar frá stofnun hennar árið 1904 til ársins 1916.
Sjá greinar um hann í Bliki 1967, - Brynjólfur Sigfússon, organisti og söngstjóri. Þar er eiginhandarrit af laginu Yndislega eyjan mín.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Brynjólfur Sigfússon