Margrét Guðlaugsdóttir (Stafholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja í Krókatúni, Lambhúshólskoti og Vesturholtum u. Eyjafjöllum, síðar í Stafholti fæddist 13. júlí 1868 á Sperðli í V-Landeyjum og lést 23. desember 1937 í Brautarholti.
Faðir hennar var Guðlaugur bóndi á Sperðli í V-Landeyjum og Dórukoti í Holtum, f. 15. júlí 1832, d. 4. ágúst 1887, Jónsson bónda á Efra-Hvoli í Stórólfshvolssókn 1835, Vindási þar 1845, f. um 1805 í Brautarholtssókn, Jónssonar, (hann er 72 ára hjá Jóni syni sínum á Efra-Hvoli 1835), f. um 1763, Jónssonar.
Móðir Guðlaugs og kona Jóns á Efra-Hvoli var Jódís húsfreyja í Vindási í Stórólfshvolssókn 1845, f. 7. desember 1810, d. 17. september 1885, Guðlaugsdóttir bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í Landeyjum 1801, síðar á Hemlu í Fljótshlíð, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og síðari konu Guðlaugs Bergþórssonar (1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.

Móðir Margrétar í Stafholti og kona Guðlaugs var Ingibjörg húsfreyja á Sperðli 1870, í Norðurhjáleigu í Voðmúlastaðasókn 1880, f. 28. júlí 1830, d. 11. febrúar 1910, Jónsdóttir bónda í Stöðlakoti í Holtum 1835, Litla-Rimakoti þar 1840, f. 18. september 1799, d. 17. desember 1859, Jónssonar bónda á Arnkötlustöðum í Holtum, og konu Jóns á Arnkötlustöðum, Úlfhildar húsfreyju, f. 1763 á Butru í Fljótshlíð, Magnúsdóttur prests á Butru, Einarssonar.
Móðir Ingibjargar á Sperðli og kona Jóns var Ragnhildur húsfreyja, f. 1. janúar 1799 í Seli í Holtum, d. 19. júlí 1879, Ólafsdóttir vinnumanns á Ásmundarstöðum þar 1801, bónda í Seli þar 1816, f. 24. apríl 1769 á Ægissíðu í Oddasókn, d. 14. nóvember 1827, Jónssonar, og konu Ólafs í Seli, Ingveldar húsfreyju, f. 1779 í Helli í Oddasókn, d. 27. október 1867, Ísleifsdóttur.

Systkini Margrétar í Eyjum voru:
1. Magnús Guðlaugsson formaður í Fagurlyst, síðari maður Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfreyju; hann f. 28. maí 1863, drukknaði 20. maí 1901.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965. M enn hennar voru Sigurður Sigurðsson í Túni, Jakob Tranberg og Einar Einarsson frá Norðurgarði.

Margrét var með foreldrum sínum á Sperðli í Landeyjum í frumbernsku, í Norðurhjáleigu þar 1880. Hún var vinnukona í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum 1890, þar hjá Jóngeiri Jónssyni bónda og Gunnvöru Jónsdóttur konu hans. Jón Jóngeirsson var þar vinnumaður.
Þau Jón giftu sig 1892 og bjuggu í Krókatúni í fyrstu, í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum 1898 og enn 1908, þá með fimm börnum sínum, bjuggu í Vesturholtum þar 1909 með 7 börnum, en Ingibergur var léttadrengur á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum. Þau voru enn í Vesturholtum uns þau brugðu búi og fluttust til Eyja 1924 ásamt Ólafi syni sínum, bjuggu í Stafholti 1924 og enn 1930 og Margrét var hjá Júlíusi í Stafholti 1934.
Margrét lést 1937 í Brautarholti, en Jón lést 1940.

Maður Margrétar, (21. október 1892), var Jón Jóngeirsson bóndi, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Guðlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.