Kristín Sigmundsdóttir (Hamraendum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristín Sigmundsdóttir''' frá Breiðuhlíð í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 2. janúar 1894 og lést 1. júlí 1936 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson bóndi, f. 13. september 1872 í Breiðuhlíð, d. 1. nóvember 1955 í Reykjavík, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 25. október 1863, d. 18. febrúar 1956 í Reykjavík. Kristín var með foreldrum sínum, í Breiðuhlíð til 1897, í Skammadal 18...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Sigmundsdóttir frá Breiðuhlíð í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 2. janúar 1894 og lést 1. júlí 1936 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson bóndi, f. 13. september 1872 í Breiðuhlíð, d. 1. nóvember 1955 í Reykjavík, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 25. október 1863, d. 18. febrúar 1956 í Reykjavík.

Kristín var með foreldrum sínum, í Breiðuhlíð til 1897, í Skammadal 1897-1898, fór þá með þeim að Hamraendum á Snæfellsnesi.
Þau Jóhannes giftu sig 1924, eignuðust átta börn, en misstu tvö elstu börnin nýfædd. Þau fluttu frá Hamraendum til Eyja 1925. Þau bjuggu í Vegg við Miðstræti 9c, áður Litlakot.
Kristín lést 1936 og Jóhannes 1975.

I. Maður Kristínar, (10. janúar 1923), var Jóhannes Albertsson frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í V-Hún., lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899 á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í V-Hún., d. 4. febrúar 1975.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 15. maí 1923 að Hamraendum, d. 2. júlí 1923.
2. Jóhannes Albert Jóhannesson, f. 25. ágúst 1924 á Hamraendum, d. 26. október 1924.
3. Jóhannes Albert Jóhannesson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1925 í Litlakoti, d. 5. febrúar 2001. Kona hans Brynja Óskarsdóttir Hendriksen frá Færeyjum.
4. Grettir Jóhannesson bóndi, f. 11. febrúar 1927 í Vegg. Kona hans Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi.
5. Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. janúar 1929 í Vegg, d. 12. mars 2002. Maður hennar Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík.
6. Elínborg Jóhannesdóttir Sielski í Kaliforníu, húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Vegg. Maður hennar Henry Sielski jr. frá San Antonio í Texas.
7. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1931 í Vegg, d. 14. apríl 2020. Maður hennar Arnþór Ingólfsson frá Hauksstöðum, Vopnafirði
8. Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, f. 30. júní 1932 í Vegg, d. 10. desember 2020. Kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1976. Minning Jóhannesar Albertssonar.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.