Jón Eyjólfsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. desember 2014 kl. 18:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. desember 2014 kl. 18:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Eyjólfsson bóndi og sjómaður á Kirkjubæ fæddist 1862 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og fórst 20. maí 1901, drukknaði í álnum suður af Bjarnarey.

Ætt og uppruni

Foreldrar Jóns voru Eyjólfur bóndi á Yztabæli u. Eyjafjöllum, f. 10. október 1824, d. 4. október 1863, Magnúsar frá Knopsborg á Seltjarnarnesi, bónda á Yztabæli 1816, f. 1786, d. 1855, Jóns húsmanns í Knopsborg, f. 1750, d. 1788, Þorsteinssonar og seinni konu Magnúsar bónda (11. nóvember 1822), Margrétar húsfreyju, f. 1790, d. 1848, Eyjólfsdóttur.
Móðir Jóns á Kirkjubæ og kona Eyjólfs var Ingibjörg húsfreyja á Yztabæli, en var á Kirkjubæ í Eyjum 1901 og 1910, f. 22. apríl 1835, d. 7. marz 1915, Jóns bónda á Rauðafelli, f. á Ytri-Sólheimum 1795, d. 1860, Einars, f. 1759, d. 1801, Sigurðssonar og konu Jóns á Rauðafelli, Ingibjargar húsfreyju, f. 1794, Hjörleifsdóttur.

Lífsferill

Jón missti föður sinn, er hann var á fyrsta ári. Hann var settur niður í Steinum u. Eyjafjöllum. Var hann þar niðursetningur 1870, vinnumaður þar 1880. Hann fluttist til Eyja og var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1890, síðar bóndi og sjómaður í Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ.
Jón var félagi í Framfarafélaginu 1895.
Hann fórst með áraskipinu Sjólyst 20. maí 1901 í álnum suður af Bjarnarey.
Kona Jóns (8. október 1892) var Sigríður Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 1864, d. 12. september 1902. Foreldrar hennar voru Sighvatur Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum og k.h. Björg Árnadóttir húsfreyja.
Börn þeirra Sigríðar voru:

  1. Kristján Loftur, f. 1891.
  2. Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 18. júní 1893, d. 27. mars 1894.
  3. Kjartan, f. 1896, d. 1940.
  4. Sigurður Björgvin, f. 24. maí 1899, d. 1914.
  5. Jónína Sigríður, f. 1901, d. 1922.

Heimildir