Jónína Sigríður Jónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Sigríður Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum við Austurveg fæddist 16. nóvember 1901 og lést 6. maí 1922.
Faðir Jónínu var Jón Eyjólfsson bóndi að Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ, f. í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum 1862, drukknaði af bátnum Sjólyst 20. maí 1901 í álnum suður af Bjarnarey.
Faðir Jóns voru Eyjólfur bóndi í Yztabæli, f. 10. október 1824, d. 4. október 1863, Magnússon frá Knopsborg á Seltjarnarnesi, bóndi í Ystabæli 1835, Jónssonar bónda í Knopsborg Þorsteinssonar og konu hans Rakelar Magnúsdóttur, f. 1751 á Uxahryggjum á Rangárvöllum, d. 25. október 1819.
Móðir Eyjólfs Magnússonar og seinni kona Magnúsar var Margrét húsfreyja í Yztabæli 1835, Eyjólfsdóttir.
Móðir Jóns Eyjólfssonar og kona Eyjólfs var Ingibjörg húsfreyja, f. 22. apríl 1835, d. 7. marz 1915, Jónsdóttir bónda á Rauðafelli, Einarssonar.
Móðir Jónínu og kona (8. október 1892) Jóns Eyjólfssonar var Sigríður húsfreyja, f. 1864, d. 12. september 1902, Sighvats bónda á Vilborgarstöðum, f. í Voðmúlastaðasókn 10. júlí 1835, d. 8. júlí 1874, Sigurðssonar bónda í Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum og Efstakoti u. Eyjafjöllum og konu Sighvats, Bjargar húsfreyju, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júní 1915, Árna bónda á Skækli og Rimakoti í Landeyjum, Pálssonar og konu Árna, Ingveldar húsfreyju, f. 1806, d. 1843, Ormsdóttur.

Jónína var tökubarn hjá Erlendi Árnasyni og Björgu Sighvatsdóttur á Gilsbakka 1910, í fóstri þar 1920.
Hún lést 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.