Jónína Sigríður Jónsdóttir
Jónína Sigríður Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum við Austurveg fæddist 16. nóvember 1901 og lést 6. maí 1922.
Faðir Jónínu var Jón Eyjólfsson bóndi að Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ, f. í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum 1862, drukknaði af bátnum Sjólyst 20. maí 1901 í álnum suður af Bjarnarey.
Faðir Jóns voru Eyjólfur bóndi í Yztabæli, f. 10. október 1824, d. 4. október 1863, Magnússon frá Knopsborg á Seltjarnarnesi, bóndi í Ystabæli 1835, Jónssonar bónda í Knopsborg Þorsteinssonar og konu hans Rakelar Magnúsdóttur, f. 1751 á Uxahryggjum á Rangárvöllum, d. 25. október 1819.
Móðir Eyjólfs Magnússonar og seinni kona Magnúsar var Margrét húsfreyja í Yztabæli 1835, Eyjólfsdóttir.
Móðir Jóns Eyjólfssonar og kona Eyjólfs var Ingibjörg húsfreyja, f. 22. apríl 1835, d. 7. marz 1915, Jónsdóttir bónda á Rauðafelli, Einarssonar.
Móðir Jónínu og kona (8. október 1892) Jóns Eyjólfssonar var Sigríður húsfreyja, f. 1864, d. 12. september 1902, Sighvats bónda á Vilborgarstöðum, f. í Voðmúlastaðasókn 10. júlí 1835, d. 8. júlí 1874, Sigurðssonar bónda í Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum og Efstakoti u. Eyjafjöllum og konu Sighvats, Bjargar húsfreyju, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júní 1915, Árna bónda á Skækli og Rimakoti í Landeyjum, Pálssonar og konu Árna, Ingveldar húsfreyju, f. 1806, d. 1843, Ormsdóttur.
Jónína var tökubarn hjá Erlendi Árnasyni og Björgu Sighvatsdóttur á Gilsbakka 1910, í fóstri þar 1920.
Hún lést 1922.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.