„Anna Petrea Thomsen (Godthaab)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Anna Petrea Thomsen (Godthaab)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. maí 2014 kl. 12:11

Anna Petrea Thomsen húsfreyja (Anna Jesdóttir Gíslason á mt. 1910), fæddist 9. maí 1871 í Eyjum og lést 3. maí 1937.
Faðir hennar var Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóri í Godthaabsverslun, f. 7. nóvember 1840 í Sauðlauksdalssókn í Barð., d. 30. janúar 1919, William Thomsens kaupmanns á Vatneyri við Patreksfjörð, f. 18. júní 1819 í Haderslev, d. 22. júní 1853, og konu hans, Önnu Margrétar Knudsen, f. 28. desember 1815, d. 4. nóvember 1884, dóttur Margrethe Andreu Hölter Knudsen, f. 4. janúar 1781, d. 3. maí 1849.
Móðir Önnu Petreu Thomsen var Anna Karólína Kristjánsdóttir Thomsen, f. 2. september 1835, d. 25. febrúar 1920 í Eyjum, fósturbarn hjá Morten Eriksen og Johanne Friðriksdóttur, (síðar maddömu Roed), í Sjólyst 1845.
Anna Petrea var hálfsystir Guðmundar Jessonar í Lambhaga, f. 13. nóvember 1867, d. 19. apríl 1931.

Anna var með foreldrum sínum í Godthaab 1890. Hún var húsfreyja í Reykjavík 1910.

Maður Önnu Thomsen, (1894), var Friðrik Gísli Gíslason ljósmyndari frá Hlíðarhúsi, fæddur 11. maí 1870, dáinn 15. janúar 1906.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna, f. 4. júlí 1895 í Reykjavík, d. 20. júní 1979.
2. Olga, f. 14. júní 1898 í Reykjavík, d. 30. júlí 1944.
3. Soffía, f. 22. júlí 1900 í Reykjavík, d. 12. ágúst 1968.


Heimildir