Þuríður Sigurðardóttir (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2015 kl. 16:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2015 kl. 16:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þuríður Sigurðardóttir (Steinsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Sigurðardóttir frá Steinsstöðum fæddist 13. september 1875.
Foreldrar hennar voru Sigurður Árnason bóndi á Steinsstöðum, f. 1844, hrapaði til bana 4. ágúst 1880, og kona hans Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1835, d. 12. mars 1880.

Bróðir Þuríðar var Árni Sigurðsson, f. 24. nóvember 1871.

Þuríður var með foreldrum sínum til 1880, er þau létust bæði á sama árinu.
Margrét móðir hennar lést 1880 úr „kvefsótt“ 4 dögum eftir fæðingu Jóns, sem lést 17. mars, og Sigurður faðir hennar hrapaði til bana 4. ágúst.
Árni sonur þeirra var tekinn í fóstur af Finni Árnasyni og Þuríði Jónsdóttur á Steinsstöðum og Þuríður fór í fóstur á því ári að Stóra-Gerði til Sigríðar Jónsdóttur og Bjarna Bjarnasonar.
Hún fór með þeim til Utah 1883.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.