Þuríður Jónsdóttir (Steinsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Hólshúsi og á Steinsstöðum fæddist 15. mars 1823 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum og lést 9. mars 1903.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson vinnumaður, f. um 1791, og barnsmóðir hans Guðbjörg Daníelsdóttir, síðar húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 28. febrúar 1801, d. 27. desember 1888.

Þuríður var sammædd:
1. Bergi Magnússyni sjómanni, f. 1837, hrapaði í Dufþekju 23. ágúst 1866.
2. Ólafi Magnússyni formanni og hagyrðingi, f. 15. apríl 1845, d. 4. október 1927.

Þuríður var með móður sinni á Vilborgarstöðum 1835, tökubarn á Steinsstöðum 1838, ógift vinnukona þar í lok árs 1839, í Kornhól 1840 og 1842.
Þau Finnur giftust 1843, og hún varð húsfreyja í Hólshúsi á því ári.
Þau komust að Steinsstöðum 1846 og bjuggu þar síðan.
Börn þeirra dóu öll í bernsku og eitt barn fæddist andvana. Sigurður lifði lengst, komst á 4. árið, en dó þá í barnaveikifaraldri, sem virðist hafa geisað á árinu 1851.
Fósturbarn þeirra 1855 var Þórður Hjaltason 4 ára.
1880 voru þau með fósturbörnin Þórð 27 ára og Árna Sigurðsson 8 ára. Hjá þeim var ekkjan Guðbjörg Daníelsdóttir móðir Þuríðar 78 ára, vinnukonan Jónína Guðnadóttir unnusta Þórðar Hjaltasonar.
Finnur lést 1882 og 1890 bjó Þuríður ekkja á Steinsstöðum með Þórði fóstursyni sínum 37 ára, Jónínu unnustu hans 27 ára, Guðfinni syni þeirra, Árna fóstursyni sínum 18 ára og Elínu Pétursdóttur vinnukonu 45 ára.
1901 var Þuríður niðursetningur í Draumbæ. Hún lést 1903.

Maður Þuríðar, (9. nóvember 1843), var Finnur Árnason sjómaður og bóndi, f. 17. nóvember 1821, d. 8. mars 1882.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Finnsson, f. 25. mars 1845 í Hólshúsi, d. 30. mars 1845 úr ginklofa.
2. Þorsteinn Finnsson, f. 3. júní 1846 í Hólshúsi, d. 9. júní 1846 úr ginklofa.
3. Sigurður Finnsson, f. 7. desember 1847, d. 11. júní 1851 „af Barnaveikin“.
4. Jóhanna Finnsdóttir, f. 10. mars 1849, d. 19. mars 1849 „ af Barnaveikleika“.
5. Árni Finnsson, f. 22. febrúar 1851 á Steinsstöðum, d. 7. mars 1851 úr ginklofa.
6. Sigurfinnur Finnsson, f. 30. desember 1853 á Steinsstöðum, d. 7. janúar 1854 „af barnaveiki“.
7. Andvana sveinbarn fætt 7. apríl 1865.
Fóstursynir þeirra voru
8. Þórður Hjaltason, f. 19. mars 1852, hrapaði til bana úr Dalfjalli 25. ágúst 1897.
9. Árni Sigurðsson, f. 24. nóvember 1871, síðar í Dal, en fluttist síðast til Vesturheims.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.