Bjarni Bjarnason (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Bjarnason bóndi í Stóra-Gerði fæddist 1846 í Pétursey í Mýrdal og lést 22. ágúst 1918 í Spanish Fork í Utah..
Foreldrar hans voru Bjarni Sveinsson bóndi, síðast í Pétursey í Mýrdal, f. 17. ágúst 1812, drukknaði 10. febrúar 1857, og kona hans, (skildu), Guðríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1816, d. 17. nóvember 1869.

Bjarni var með foreldrum sínum í Pétursey til 1850, var tökubarn á Ytri-Sólheimum 1850-1851, var hjá föður sínum í Pétursey 1852-1853, tökubarn þar 1853-1854/5, léttadrengur í Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1855, var þar 1868.
Hann fluttist frá Drangshlíð að Kirkjubæ 1868, var vinnumaður í Nýjabæ 1869-1874, bóndi á Vilborgarstöðum 1874-1877.
Bjarni var bóndi í Stóra-Gerði 1877-1883.
Þau Sigríður tóku mormónatrú og fluttust með Þuríði fósturdóttur sína til Utah 1883.
Þau stunduðu landbúnað og Bjarni var einnig daglaunamaður.

Kona Bjarna, (23. október 1874), var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1832, d. 21. janúar 1920.
Þau eignuðust ekki börn, en fósturbarn þeirra var
1. Þuríður Sigurðardóttir frá Steinsstöðum, f. 13. september 1875. Hún var dóttir Sigurðar Árnasonar og Margrétar Sæmundsdóttur hjóna á Steinsstöðum.
Hún fór með fósturforeldrum sínum til Utah 1883.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.