Þorbjörg Sveinsdóttir (Klöpp)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2015 kl. 11:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2015 kl. 11:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja u. Eyjafjöllum, vinnukona í Nýborg og Klöpp fæddist 25. júlí 1829 í Eyvindarhólasókn u. Fjöllunum og lést 17. mars 1894 í Klöpp.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson bóndi í Neðri-Dal og á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 11. apríl 1801, d. 25. júní 1879, og kona hans Þórunn Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1797. Þórunn var dóttir Þorbjargar Jónsdóttur Natanaelssonar.

Bróðir Þorbjargar var Sigurður Sveinsson í Nýborg.
Systur Sveins í Neðri-Dal voru:
1. Anna Jónsdóttir í Jónshúsi, móðir Gísla Stefánssonar.
2. Guðbjargar Jónsdóttur vinnukonu í Dölum
Hálfsystir þeirra, samfeðra, var
3. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja í Dölum og Norðurgarði.

Þorbjörg var með foreldrum sínum í Neðri-Dal 1835, á Rauðafelli 1840, var fósturbarn í Syðstu-Mörk 1845.
Hún var gift kona Sigurðar vinnumanns hjá Sigurði Sigurðssyni bónda föður sínum á Rauðafelli 1850 og 1855, húsfreyja á Raufarfelli ytra 1860 með Sigurði og barninu Þórunni 4 ára, skráð kona Einars Híerónýmussonar 1870. Þau fluttust að Steinum 1871 með Sigurð 6 ára, Sigurbjörgu börn hennar og Jón son sinn 1 árs. Þau voru vinnufólk í Núpakoti 1880.
1890 var Einar kvæntur Sigurborgu Sigurðardóttur í Lambhússhólskoti með dætur 11 og 6 ára, en Þorbjörg var þá vinnukona í Nýborg hjá Sigurði bróður sínum. Þar var hún enn 1891, en hún lést 1894 hjá Sigurbjörgu dóttur sinni í Klöpp.

I. Fyrri maður Þorbjargar, (29. september 1848), var Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 12. júlí 1822, d. 28. maí 1866. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Rauðafelli og kona hans Sesselja Ásgeirsdóttir húsfreyja.
Börn þeirra hér:
1. Þórunn Sigurðardóttir, f. 26. nóvember 1850, d. 30. nóvember 1850.
2. Andvana drengur, f. 28. nóvember 1851.
3. Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 1. maí 1853, d. 3. maí 1860.
4. Halldóra Sigurðardóttir, f. 16. mars 1855, d. 14. apríl 1860.
5. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja í Reynisholti í Mýrdal, f. 4. ágúst, f. 1856, d. 9. mars 1951.
6. Sveinn Sigurðsson, f. 13. desember 1858, d. 14 maí 1859.
7. Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Klöpp, f. 3. maí 1861, d. 10. mars 1931.
8. Jón Sigurðsson, f. 28. nóvember 1862, d. 11. desember 1862.
9. Sigurður Sigurðsson smiður í Akurey, f. 25. janúar 1865, d. 8. desember 1914.

II. Síðari maður Þorbjargar, (8. október 1869, skildu), var Einar Híerónýmusson bóndi, síðar verkamaður á Felli, f. 11. október 1849, d. 6. apríl 1922. Foreldrar hans voru Híerónýmus Hallsson bóndi og Kristín Einarsdóttir kona hans. Hann kvæntist síðar Sigurborgu Sigurðardóttur húsfreyju, f. 10. júní 1846, d. 13. október 1933.
Börn þeirra hér:
9. Sigurður Einarsson, f. 4. október 1876, d. 18. nóvember 1876 10. Jón Einarsson, f. 16. maí 1870, líklega niðursetningur í Núpakoti 1880. Þar var móðir hans v.k.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.