Jón Natanaelsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Natanaelsson bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 1734, líklega í Norðurgarði, og hrapaði til bana 1774.
Foreldrar hans voru Natanael Gissurarson bóndi og skólastjóri, f. um 1700, á lífi 1762, og kona hans Þorbjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. um 1704, d. um 1740.

Jón var bóndi á Vilborgarstöðum. Hann hrapaði til bana 1774.

I. Kona hans var Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1734, d. 7. september 1813.
Börn þeirra hér:
1. Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 1766, d. 23. desember 1857.
2. Gyðríður Jónsdóttir húsfreyja á Lambafelli u. Eyjafjöllum, f. 1772, d. 10. janúar 1860.
3. Hallvarður Jónsson vinnumaður, húsmaður í Borgarfirði, fékkst við lækningar, kallaður læknir, f. 1776, d. 29. október 1854.
4. Vigdís Jónsdóttir húsfreyja á Fitjarmýri u. Eyjafjöllum, f. 1765, d. 19. ágúst 1840.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Ættatölubækur Jóns Espólíns p.5631/985.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.