Ágúst Borgþórsson (Kiðjabergi)

From Heimaslóð
Revision as of 15:55, 20 May 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ágúst Heiðar Borgþórsson vélstjóri í Reykjanesbæ, nú í Sandgerði fæddist 3. apríl 1952 á Kiðjabergi við Hásteinsveg 6. Foreldrar hans voru Borgþór Árnason frá Stóra-Hvammi, vélstjóri, f. þar 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, og kona hans Guðrún Andersen frá Kiðjabergi, húsfreyja, síðar gjaldkeri, bæjarfulltrúi, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008.

Börn Guðrúnar og Borgþórs:
1. Ágúst Heiðar Borgþórsson vélstjóri í Reykjanesbæ, nú í Sandgerði, f. 3. apríl 1952 á Kiðjabergi. Kona hans Sigríður Hvanndal Hannesdóttir.
2. Hrafnhildur Borgþórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 23. júní 1953. Maður hennar Páll Jónsson, látinn.
3. Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði, f. 1. júlí 1958 að Brimhólabraut 16. Maður hennar Sigfinnur Mikaelsson.
4. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, húsfreyja, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, f. 11. október 1961. Maður hennar Ólafur Mikaelsson.

Ágúst Heiðar var með foreldrum sínum, en þau skildu, er hann var tíu ára. Hann var með móður sinni í Franska Spítalanum við Kirkjuveg 20, síðan hjá foreldrum hennar að Heiðarvegi 55, en með móður sinni og Finnboga síðari manni hennar á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35
Hann lauk grunnskólaprófi í Gagnfræðaskólanum, varð vélstjóri 1969.
Ágúst Heiðar stundaði sjómennsku frá 16 ára aldri, bæði í Eyjum og á Seyðisfirði, en þangað flutti hann 1998 eftir flutning til Reykjavíkur 1997. Á Seyðisfirði bjó hann till 2007 og lauk þar sjómannsferli sínum.
Hann flutti í Reykjanesbæ 2007, vann þar við lyftuviðhald- og viðgerðir í fjögur ár og síðan við bifreiðaviðgerðir hjá bílaleigufyrirtæki til 2019, er hann hætti vegna aldurs.
Þau Sigríður keyptu gamalt hús í Sandgerði 2017 og búa þar, og þar hefur hann unnið við endurbyggingu þess.
Ágúst eignaðist barn með Hrefnu 1971 og með Hrafnhildi sama ár.
Þau Þóra Margrét giftu sig 1975 í Reykjavík, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heimagötu 30 og síðan við Ásaveg 28. Þau skildu 1997.
Þau Sigríður giftu sig 2007, hafa ekki eignast börn saman, en Sigríður á þrjú börn frá fyrra hjónabandi sínu.

I. Barnsmóðir Ágústs Heiðars er Hrefna Sigríður Örlygsdóttir, f. 29. janúar 1953.
Barn þeirra:
1. Guðrún Sólveig Ágústsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 27. janúar 1971. Maður hennar Helgi Marcher Egonsson.

II. Barnsmóðir Ágústs er Hrafnhildur Hlöðversdóttir hárgreiðslumeistari, f. 12. júlí 1953.
Barn þeirra:
2. Vignir Freyr Ágústsson Andersen verslunarmaður, fyrirsæta, f. 23. mars 1971. Kona hans Halldóra Halldórsdóttir.

Ágúst Heiðar er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans (27. september 1975), var Þóra Margrét Friðriksdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1955, d. 26. febrúar 1998.
Börn þeirra:
1. Borgþór Friðrik Ágústsson verkstjóri, f. 3. janúar 1974. Fyrrum kona hans Kristín Inga Grímsdóttir.
2. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 1. febrúar 1976. Fyrrum sambýlismaður Helgi Jóhann Brynjarsson. Maður hennar Abdallah Boulzargue frá Marokkó.
3. Sigfús Gunnar Ágústsson sjómaður, iðnnemi, f. 9. ágúst 1981. Barnsmæður hans Rakel Ýr Ívarsdóttir, f. 12. mars 1990 og Signý Sigurðardóttir, f. 27. júlí 1985.
4. Auróra Anna Ágústsdóttir öryrki, f. 18. október 1984. Barnsfaðir hennar Ómar Örn Sigurðsson.

II. Síðari kona Ágústs Heiðars, (28. desember 2007), er Sigríður Hvanndal Hannesdóttir húsfreyja, starfsmaður Pósts og síma, viðskiptafræðingur frá Akureyri, tæknimaður frá Danmörku, verslunarmaður, skrifstofumaður hjá Eimskip og nú hjá Iceland Air á Keflavíkurflugvelli, f. 23. ágúst 1954. Foreldrar hennar voru Hannes Arnórsson bóndi í Tjarnarkoti í Hvalnessókn, póst- og símstjóri í Sandgerði, f. 8. febrúar 1899, d. 11. desember 1983, og kona hans Anna Hallfríður Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. ágúst 1921, d. 9. janúar 2017.
Fyrri maður Sigríðar, (19. júlí 1975), er Einar Júlíusson, en þau skildu um 2000.
Börn þeirra:
1. Maríanna Hvanndal Einarsdóttir húsfreyja, byggingafræðingur, f. 11. mars 1975. Maður hennar Guðmundur Bernharð Flosason.
2. Rúna Björk Hvanndal Einarsdóttir nemi til löggildingar í bókhaldi, f. 27. janúar 1980, ógift.
3. Júlía Hvanndal Einarsdóttir grafískur hönnuður, f. 9. apríl 1986, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.