G. Vilborg Borgþórsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, húsfreyja, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi fæddist 11. október 1961 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Borgþór Árnason frá Stóra-Hvammi, vélstjóri, f. þar 27. september 1932, d. 14. febrúar 2008, og kona hans Guðrún Andersen frá Kiðjabergi, húsfreyja, síðar gjaldkeri, bæjarfulltrúi, f. 22. ágúst 1933, d. 15. desember 2008.

Börn Guðrúnar og Borgþórs:
1. Ágúst Heiðar Borgþórsson vélstjóri í Reykjanesbæ, nú í Sandgerði, f. 3. apríl 1952 á Kiðjabergi. Fyrrum kona hans Þóra Margrét Friðriksdóttir. Kona hans Sigríður Hvanndal Hannesdóttir.
2. Hrafnhildur Borgþórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 23. júní 1953. Maður hennar Páll Jónsson, látinn.
3. Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði, f. 1. júlí 1958 að Brimhólabraut 16. Maður hennar Sigfinnur Mikaelsson.
4. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir á Seyðisfirði, húsfreyja, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, f. 11. október 1961. Maður hennar Ólafur Mikaelsson.

Vilborg var stutta stund með foreldrum sínum, en þau skildu, er hún var um eins árs.
Hún var með móður sinni og síðan henni og Finnboga, síðari manni hennar og fluttist með þeim til Seyðisfjarðar 1971.

Vilborg lauk einum vetri í framhaldsdeild menntaskóla þar, sjúkraliðanámi lauk hún 2004.
Hún vann ýmis almenn störf á yngri árum, við fiskiðnað, var bréfberi, flokksstjóri í unglingastarfi, var leiðtogi í barna- unglingastarfi kirkjunnar.
Þá var hún aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 1983-1985, vann síðan við aðhlynningu þar, en var þar sjúkraliði við þau störf 2004-2006.
Þá var hún starfsmaður hjá Blue Water á Seyðisfirði við vöruflutninga til 2019.
Frá ágúst 2019 hefur hún verið stuðningsfulltrúi við grunnskólann.
Þau Ólafur giftu sig 1984, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Guðrúnar Vilborgar, (15. desember 1984), er Ólafur Ingi Mikaelsson iðnaðarmaður, f. 6. maí 1959. Foreldrar hans Mikael Jónsson, f. 28. september 1934, og kona hans Lilja Guðrún Ólafsdóttir Waage, f. 2. september 1938.
Börn þeirra:
1. Símon Ólafsson byggingafræðingur í Danmörku, f. 3. október 1985. Sambýliskona hans Anna Selska, pólskrar ættar.
2. Sonja Ólafsdóttir CrossFit þjálfari, f. 29. mars 1988. Fyrrum sambýlismaður Stefán Þór Eyjólfsson.
3. Sandra Ólafsdóttir, f. 2. júlí 1992. Sambýlismaður Kristinn Ómar Jóhannsson ættaður frá Nýjabæ.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.