Sigurður Magnússon (Kirkjubæ)
Sigurður Magnússon frá Staðarbænum á Kirkjubæ fæddist 3. september 1887 á Vesturhúsum og hrapaði til bana 24. maí 1902 suður á Flugum.
Foreldrar hans voru Magnús Eyjólfsson frá Ystabæli undir Eyjafjöllum, smiður á Kirkjubæ, f. 17. mars 1860, d. 24. júlí 1940, og kona hans Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931.
Bróðir Sigurðar var
1. Jón Magnússon bóndi og formaður á Kirkjubæ og í Vallartúni, f. 10. október 1889, d. 3. desember 1964.
Uppeldissystir hans var
2. Karólína Dudman Tómasdóttir, f. 27. maí 1898, d. 16. júní 1980.
Sigurður ólst upp hjá foreldrum og fjölskyldu.
Hann hrapaði til bana 24. maí 1902 suður á Flugum, á 15. ári.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.