Magnús Eyjólfsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Eyjólfsson bóndi og járnsmiður á Kirkjubæ fæddist 17. mars 1860 og lést 24. júlí 1940.
Faðir hans var Eyjólfur bóndi í Ystabæli undir Eyjafjöllum 1860, f. 10. október 1824, d. 4. október 1863, Magnússon bónda í Ystabæli, f. 30. nóvember 1786, d. 22. september 1855, Jónssonar bónda í Knobsborg á Seltjarnarnesi, Þorsteinssonar, og konu Jóns, Rakelar húsfreyju, f. 1751, d. 25. október 1819, Magnúsdóttur.
Móðir Eyjólfs í Ystabæli og kona Magnúsar var Margrét húsfreyja, f. 1790 í Kirkjuvogssókn á Reykjanesi, d. 2. september 1848, Eyjólfsdóttir.

Móðir Magnúsar á Kirkjubæ og kona Eyjólfs í Ystabæli var Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1835, d. 7. mars 1915 í Eyjum.

Magnús var bróðir Jóns Eyjólfssonar föður Lofts Jónssonar á Vilborgarstöðum, og þeirra systkina.

Magnús var 10 ára niðursetningur í Hlíð u. Eyjafjöllum 1870, vinnumaður þar 1880. Þá var þar Ingibjörg móðir hans ekkja og vinnukona 51 árs.
Magnús fluttist til Eyja 1887 frá Hlíð u. Eyjafjöllum. Þau Guðlaug voru ógift á Vesturhúsum við fæðingu Sigurðar 1887 og Jóns 1889. Þau voru komin að Staðarbænum á Kirkjubæ 1890 með synina Sigurð 3 ára og Jón eins árs. Hjá þeim var móðir hans Ingibjörg Jónsdóttir.
1901 var Magnús á Kirkjubæ með Guðlaugu og börnunum Sigurði 14 ára, Jóni 12 ára og fósturbarninu Karólínu Dudman 3 ára. Ingibjörg móðir Magnúsar var þar og leigjendurnir Magnús Guðmundsson, síðar í Hlíðarási, kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir og sonur þeirra Magnús Guðbergur.
1910 var hann bóndi og járnsmiður á Kirkjubæ með Guðlaugu, Jóni syni þeirra, Karólínu fósturdóttur þeirra og Ingibjörgu tengdamóður Guðlaugar, en Sigurður var horfinn.
Við manntal 1920 bjuggu hjónin á Kirkjubæ. Þar voru einnig hjónin Hólmfríður Þórðardóttir og Jón Magnússon með barnið Sigrúnu.
Guðlaug lést 1931.

Þau Guðlaug slitu samvistir á efri árum. Pétur Guðjónsson á Kirkjubæ keypti Staðarbæinn af Magnúsi með því skilyrði hans, að hann yrði próventumaður hjá þeim hjónum Guðrúnu og honum. Húsnæðið var lítið og fékk Magnús herbergi inn af hjónaherberginu.
Þegar Guðrún lá á sæng af Guðlaugi Magnúsi Péturssyni vék Magnús vart frá rúminu, svo annt var honum um Guðrúnu. Pétur lagði til, að þau nefndu drenginn eftir þeim hjónum og var svo gert.
Magnús var listhagur. Einkum smíðaði hann úr kopar. Smiðja hans var skammt sunnan við bæinn. Þangað máttu engin börn koma nema nafni hans. Honum leyfðist allt. (Frásögn Guðlaugs Magnúsar Péturssonar bónda í Norðurbænum).

Kona Magnúsar, (1890), var Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Magnússon, f. 3. september 1887. Hann hrapaði til bana 24. maí 1902 suður á Flugum.
2. Jón Magnússon bóndi og formaður á Kirkjubæ og í Vallartúni, f. 10. október 1889, d. 3. desember 1964.
3. Fósturdóttir þeirra var Karólína Dudman Tómasdóttir, f. 27. maí 1898, d. 16. júní 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.