Einar Híerónýmusson
Einar Híerónýmusson bóndi, síðar verkamaður á Felli, fæddist 11. október 1849 í Holtssókn u. Eyjafjöllum og lést 6. apríl 1922.
Foreldrar hans voru Híerónýmus Hallsson bóndi í Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 22. mars 1821 og Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1826.
Einar kvæntist Þorbjörgu 1869. Þau fluttust frá Steinum í Ásólfsskálasókn 1871 með börn Þorbjargar. Þau skildu barnlaus.
Hann var bóndi í Ásólfsskála 1880 með Sigurborgu og börn þeirra Kristján 2 ára og Sigríði 1 árs og Magnús son Sigurborgar 6 ára.
Einar var bóndi í Lambhúshólskoti í Ásólfsskálasókn 1890 með börn þeirra Sigríði og Sigurborgu og Magnús son Sigurborgar.
Sigurborg fluttist til Eyja 1898, en Einar fluttist til Eyja 1900 frá Skála í Holtssókn.
Þau voru í Jómsborg 1907 með Sigurborgu dóttur sinni og barni hennar Einari Vídalín Einarssyni, á Felli 1910 og 1912.
Einar lést á Felli 1922.
I. Fyrri kona Einars, (8. október 1869, skildu), var Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1829, d. 17. mars 1894.
Þau Þorbjörg voru barnlaus.
II. Síðari kona hans, (1876), var SigurborgSigurðardóttir húsfreyja, f. 10. júní 1846, d. 13. október 1933.
Börn þeirra hér:
1. Kristján Einarsson sjómaður, formaður á Hvanneyri f. 10. mars 1878, d. 16. desember 1925.
2. Sigríður Einarsdóttir, f. 1880. Hún fluttist til Vesturheims frá Seyðisfirði 1904.
3. Sigurborg Einarsdóttir verkakona, húsfeyja í Fagurhól, f. 17. október 1884, d. 10. maí 1958.
Fóstursonur Einars, barn Sigurborgar konu hans var
4. Magnús Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Felli, f. 5. júlí 1874, d. 25. september 1940.
Fóstursonur Einars, barn Sigurborgar dóttur hans var
5. Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1907, d. 4. október 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.