Salgerður Jónsdóttir (Kirkjubæ)
Salgerður Jónsdóttir vinnukona á Kirkjubæ og í Hólshúsi fæddist 28. desember 1869 á Litlu-Hólum í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Jón Þorkelsson bóndi á Ketilsstöðum og víðar í Mýrdal, f. 1. mars 1830, drukknaði í Dýrhólahöfn 20. mars 1871, og kona hans Ingiríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1832, d. 18. janúar 1913.
Systkini hennar í Eyjum voru:
1. Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 28. febrúar 1855, mun hafa látist í Utah. Maður hennar var Jón Jónsson húsmaður.
2. Einar Jónsson bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859, d. 8. ágúst 1937, kvæntur Árnýju Einarsdóttur.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 27. mars 1862, d. 14. janúar 1939, kona Arngríms Sveinbjörnssonar.
4. Bjarni Jónsson í Norðurgarði, bóndi og málari í Utah, f. 19. apríl 1863.
Salgerður var með foreldrum sínum á Litlu-Hólum til 1871, með móður sinni á Haugnum í Mýrdal 1871-1875, í Pétursey 1875-1879. Þá fóru þær að Kirkjulandshjáleigu í Landeyjum. Þaðan kom Salgerður að Kirkjubæ til Vilborgar systur sinnar 1882 og dvaldi með henni og Jóni mági sínum uns þau fluttust úr landi.
Salgerður var vinnukona í Frydendal 1887 og 1888.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1889 tvítug að aldri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.