Vilborg Jónsdóttir (Kirkjubæ)
Vilborg Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ og í Hólshúsi fæddist 28. febrúar 1855 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 17. desember 1943 í Utah.
Faðir hennar var Jón bóndi á Ketilsstöðum, síðar á Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 1829, d. 20. mars 1871, Þorkelsson bónda á Hryggjum í Mýrdal 1835, f. 25. apríl 1801, d. 24. mars 1862, Runólfssonar húsmanns í Rofabæ 1801, f. 1767, Hávarðssonar og konu Runólfs í Rofabæ, Ragnhildar húsfreyju, f. 1733, Ólafsdóttur.
Móðir Jóns á Ketilsstöðum og kona Þorkels á Hryggjum var Þórunn húsfreyja frá Brekkum í Mýrdal, f. 20. október 1791, d. 8. febrúar 1870, Sveinsdóttir bónda á Brekkum 1801, f. 1758, d. 20. október 1838, Eyjólfssonar og konu Sveins Guðrúnar húsfreyju, f. 1760, Þóðardóttur prests í Kálfholti Sveinssonar og konu sr. Þórðar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur í Árbæ í Holtum Kortssonar.
Móðir Vilborgar og kona Jóns á Ketilsstöðum var Ingiríður húsfreyja, f. 2. nóvember 1832, d. 18. janúar 1913 í Norðurgarði, Einarsdóttir bónda á Giljum í Mýrdal 1835, f. 1790, d. 3. júní 1866, Jónssonar bónda á Brekkum í Hvolhreppi, f. 1762, d. 12. febrúar 1842, Þorbjörnssonar, og konu Jóns á Brekkum, Vilborgar húsfreyju, f. 1763, d. 14. febrúar 1843, Jónsdóttur.
Móðir Ingiríðar Einarsdóttur og kona Einars á Giljum var Salgerðar húsfreyja, f. 1789 í Eyjum, d. 10. júní 1862 á Ketilsstöðum, Bjarnadóttir bónda á Skíðbakka í A-Landeyjum, síðast í Hrúðurnesi í Leiru, Gull., f. 20. maí 1766 á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, d. 25. júlí 1826 í Hrúðurnesi, Guðmundssonar, og konu Bjarna á Skíðbakka, Guðrúnar húsfreyju, úr Eyjum, f. 1765, d. 10. júní 1836, Björnsdóttur.
Systkini Vilborgar í Eyjum voru:
1. Einar Jónsson bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859, d. 8. ágúst 1937, kvæntur Árnýju Einarsdóttur.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 27. mars 1862, d. 14. janúar 1939, kona Arngríms Sveinbjörnssonar.
3. Bjarni Jónsson í Norðurgarði, bóndi og málari í Utah, f. 19. apríl 1863.
4. Þorkell Jónsson bóndi á Gjábakka, f. 1. október 1867. Hann fluttist til Vesturheims.
Kona hans var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1864.
5. Salgerður Jónsdóttir vinnukona á Kirkjubæ og í Hólshúsi f. 28. desember 1869 á Litlu-Hólum í Mýrdal.
Vilborg var með foreldrum sínum til 1871, var síðan á Hóli 1871-1872.
Hún fluttist til Eyja úr Mýrdal 1872 og var vinnukona í Jónshúsi til 1880.
Hún var vinnukona í Stakkagerði í lok árs 1880 með son sinn Helga Guðjón á fyrsta ári.
Hún var ógift bústýra hjá Jóni Jónssyni á Kirkjubæ 1881 og þar var barn þeirra Helgi Guðjón eins árs, var þar 1882, en Helgi Guðjón dó á árinu í mislingafaraldri.
1883 voru þau Vilborg hjón á Kirkjubæ og vinnumaður hjá þeim var Bjarni Jónsson bróðir Jóns.
1884 voru þau þar enn og Guðbjörg Jónína var mætt, á fyrsta ári.
Þau voru húsfólk í Hólshúsi 1885 og við fæðingu Vilhjálms Bjarna 1886 og enn við brottför til Utah 1887.
Þau misstu son á leiðinni yfir hafið til Vesturheims. Það mun hafa verið Vilhjálmur Bjarni, en kallaður Jón í Our Pioneer Heritage.
Jón vann við D. & R. G. Railroad og síðar í Thistle. Þau reistu sér múrsteinshús í Spanish Fork þar sem þau bjuggu síðan.
Jón lést 1930 og Vilborg 1943.
I. Maður Vilborgar, (3. nóvember 1882), var Jón Jónsson húsmaður frá Oddsstöðum, f. 22. janúar 1857, d. 26. september 1930.
Börn þeirra hér:
1. Helgi Guðjón Jónsson, f. 27. ágúst 1880, d. 20. júlí 1882 úr mislingum.
2. Guðbjörg Jónína Jónsdóttir, f. 30. mars 1884. Hún fluttist til Utah 1887.
3. Vilhjálmur Bjarni Jónsson, f. 22. desember 1886. Hann mun hafa dáið á leiðinni vestur.
Í Utah einuðust þau
4. William.
5. Rose.
6. Marinus.
7. Morgan.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.