Brynjólfur Halldórsson (Norðurgarði)
Brynjólfur Halldórsson bóndi og formaður í Norðurgarði fæddist 11. nóvember 1825 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum og lést 4. júní 1874.
Faðir hans var Halldór bóndi í Skíðbakkahjáleigu og Kúfhóli þar, f. 5. desember 1793 í Miðkoti í V-Landeyjum, d. 5. júní 1860, Guðmundsson bónda í Miðkoti, f. 1759, d. 21. júlí 1845, Einarssonar bónda á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. 1725, d. 29. apríl 1799, Guðmundssonar, og konu Einars, Ingibjargar húsfreyju, f. 1734, d. 17. ágúst 1817, Guðmundsdóttur.
Móðir Halldórs og fyrri kona Guðmundar í Miðkoti var Marín húsfreyja, f. 1765, d. 11. nóvember 1815, Halldórsdóttir bónda í Miðkoti, f. 1736, d. 7. janúar 1791, Árnasonar, og óþekktrar konu Halldórs Árnasonar.
Móðir Brynjólfs í Norðurgarði og fyrri kona Halldórs í Skíðbakkahjáleigu (11. júlí 1818) var
Salvör húsfreyja, f. 10. ágúst 1795 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 5. ágúst 1839 í Kúfhóli, Brynjólfsdóttir bónda í Skipagerði, f. 1734, d. 20. janúar 1803, Guðmundssonar bónda á Strönd í V-Landeyjum, f. 1706, Stefánssonar, og konu hans, Guðríðar húsfreyju, f. 1700, d. 23. maí 1792, Brynjólfsdóttur.
Móðir Salvarar Brynjólfsdóttur og seinni kona Brynjólfs var Sigríður húsfreyja, f. 1761, d. 21. nóvember 1839, Ögmundsdóttir prests á Krossi, f. 1732, d. 5. september 1805, Högnasonar, (Högna-prests-ætt), og konu sr. Ögmundar, Salvarar húsfreyju, f. 1733, d. 1. október 1821, Sigurðardóttur í Ásgarði í Grímsnesi Ásmundssonar, (Ásgarðsætt í Grímsnesi).
Brynjólfur var með foreldrum sínum í Kúfhóli í A-Landeymum 1835 og 1840, vinnumaður á Krossi þar 1850, sjávarbóndi í Norðurgarði 1855, og sáttanefndarmaður þar 1870.
Hann var formaður með Áróru og með hákarlaskipið Langvinn.
Brynjólfur var hermaður í Herfylkingunni.
Kona Brynjólfs Halldórssonar í Norðurgarði var Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
Börn Jórunnar og Brynjólfs:
1. Margrét, f. 20. október 1852, d. 31. júlí 1937, kona Hannesar lóðs á Miðhúsum.
2. Salvör Brynjólfsdóttir, f. 9. október 1853, d. 9. október 1857„af kíghósta“, 4 ára.
3. Guðmundur Brynjólfsson, f. 9. febrúar 1855, d. 16. febrúar 1855 „af barnaveiki“.
4. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 23. júlí 1856, d. 20. júlí „af vanalegri barnaveiki“.
5. Rannveig, húsfreyja, f. 27. september 1857, d. 6. október 1922, giftist Magnúsi Pálssyni í Reykjavík.
6. Andvana stúlka, f. 15. apríl 1859.
7. Símon Bjarni Brynjólfsson, f. 18. apríl 1860, d. 23. apríl „af almennri barnaveiki“.
8. Þórður, f. 16. júní 1862. Líklega sá, sem fór til Vesturheims frá Akureyri 1887, trésmiður 24 ára.
9. Júlíana Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 9. júlí 1863. Hún bjó á Akureyri 1930.
10. Magnús Brynjólfsson, f. 17. desember 1864. Hann fór til Vesturheims, líklega 1887 og líklega sá, sem var 22 ára skósmiður og ætlaði til Milwaukee.
11. Salvör Brynjólfsdóttir, f. 11. janúar 1866, d. 11. júlí 1900, húsfreyja í Reykjavík, giftist Ólafi Sveinssyni. Sonur þeirra var Kjartan Ólafsson, f. 17. september 1894, d. 3. ágúst 1960, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, faðir Jóns verkalýðsforingja. Kjartan ólst upp hjá Margréti móðursystur sinni á Miðhúsum frá árinu 1898.
12. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 2. apríl 1867, d. 25. apríl 1944, húsfreyja á Akureyri.
13. Halldór Brynjólfsson, sem varð blindur, f. 12. janúar 1873, d. 28. janúar 1948. Hann kvæntist Kristínu Vigfúsdóttur af Rangárvöllum, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1836. Þau bjuggu í Sjávargötu, síðar í Hafnarfirði.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.